Innlent

Rafmagn komið á í Fossvogi

Nú á rafmagn að vera komið á á öll þau svæði sem urðu rafmagnslaus í biluninni nú fyrr í kvöld en hún varð í háspennustreng Orkuveitu Reykjavíkur í Fossvogi.

Við rafmagnsleysið duttu út hitaveitudælur og því hefur þrýstingurinn á heita vatninu dottið aðeins niður. Þrýstingurinn ætti að nást upp fljótlega, samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×