Innlent

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag

MYND/Arnþór
Herjólfur byrjar siglingar til Landeyjahafnar í dag og siglir fjórar ferðir daglega á milli lands og Eyja, samkvæmt vetraráætlun.

Hann hefur siglt tvær ferðir á dag til Þorlákshafnar, síðan han rakst utan í annan hafnargarðinn í Landeyjahöfn í nóvember, en þrjú sanddæluskip hafa að undanförnu unnið að dýpkun hafnarinnar, sem nú telst nægilegt.

Rannsóknanefnd sjóslysa er enn að rannsaka atvikið í nóvember og er niðurstöðu að vænta innan tíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×