Top Gear móðgar enn einn hópinn Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2013 11:00 Birti mynd af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir og móðgaði með því PETA. Listinn yfir fólk, samtök og heilu þjóðirnar sem Jeremy Clarkson úr Top Gear hefur móðgað í þáttunum gegnum tíðina virðist endalaus. Á honum eru Mexíkó, kristnir, Múslimar, ríkisstjórn Rúmeníu, umhverfissinnar, konur, Pólland, Skotland, skátar, Kaþólikkar, Tesla, Englendingar, fjölskylduráðgjafar, stéttarfélög, Indverjar, Walesverjar, fatlaðir, krabbameinssjúkir, blökkumenn, bandaríska þjóðin og tölvuhakkarar. En nú hefur Clarkson bætt einum samtökum á þennan lista, þ.e. PETA dýraverndunarsamtökunum, sem eru reyndar nokkuð auðmóðguð. Samtökin hafa fordæmt mynd sem Clarkson setti á Twitter af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir við þáttagerð Top Gear í Rússlandi. Líklega mun annar hópur fólks einnig vera sármóðgaður yfir annarri mynd sem Clarkson setti á Twitter. Á henni sést borð þakið glösum, öskubakki og logandi sígaretta. Sá hópur sem gæti móðgast yfir þessu er þá væntanlega baráttuhópur fyrir því að borð séu notuð undir mat og að fólk eigi rétt á því að borða og drekka án sígarettureyks. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent
Birti mynd af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir og móðgaði með því PETA. Listinn yfir fólk, samtök og heilu þjóðirnar sem Jeremy Clarkson úr Top Gear hefur móðgað í þáttunum gegnum tíðina virðist endalaus. Á honum eru Mexíkó, kristnir, Múslimar, ríkisstjórn Rúmeníu, umhverfissinnar, konur, Pólland, Skotland, skátar, Kaþólikkar, Tesla, Englendingar, fjölskylduráðgjafar, stéttarfélög, Indverjar, Walesverjar, fatlaðir, krabbameinssjúkir, blökkumenn, bandaríska þjóðin og tölvuhakkarar. En nú hefur Clarkson bætt einum samtökum á þennan lista, þ.e. PETA dýraverndunarsamtökunum, sem eru reyndar nokkuð auðmóðguð. Samtökin hafa fordæmt mynd sem Clarkson setti á Twitter af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir við þáttagerð Top Gear í Rússlandi. Líklega mun annar hópur fólks einnig vera sármóðgaður yfir annarri mynd sem Clarkson setti á Twitter. Á henni sést borð þakið glösum, öskubakki og logandi sígaretta. Sá hópur sem gæti móðgast yfir þessu er þá væntanlega baráttuhópur fyrir því að borð séu notuð undir mat og að fólk eigi rétt á því að borða og drekka án sígarettureyks.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent