Innlent

"Niðurstaða kosninganna mun staðfesta burðarhlutverk Samfylkingarinnar“

„Þessar tölur eru í samræmi við það sem við sáum í lok janúar. Almennt séð sýna kannanirnar mikið rót á fylgi flokka," segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar um nýja könnun Fréttablaðsins og Stöðvar um fylgi stjórnmálaflokkanna.

Fylgi Samfylkingar mælist þar 12.8 prósent. Þetta þýðir að stuðningur við flokkinn eykst lítillega milli kannana eða um 0.9 prósent.

„Við erum einn flokka með skýr svör um hvernig sé hægt að koma Íslandi út úr efnahagslegri einangrun og byggja hér raunverulegan lífskjarabata. Þess vegna erum við þess fullviss að niðurstaða kosninganna mun staðfesta áframhaldandi burðarhlutverk Samfylkingarinnar í íslenskum stjórnmálum," segir Árni Páll.

Fylgi flokksins hefur hrunið á síðustu misserum en við síðustu kosningar studdu 29.8 prósent Samfylkinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×