Flestir treysta Sigmundi Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 1. mars 2013 18:59 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins er sá stjórnmálaleiðtogi sem menn treysta best til að leiða næstu ríkisstjórn. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem gerð var í gær og í fyrradag spurðum við hverjum fólk treysti best til þess að leiða ríkisstjórn að loknum kosningum sem fram fara þann tuttugasta og sjöunda apríl. Árni Páll Árnason nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar fær þrettán prósenta fylgi, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðismanna mælist með nítján prósent, Guðmundur Steingrímsson Bjartri framtíð fær sjö prósent og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstrihreyfingarinnar græns Framboðs nýtur trausts fimmtán prósenta aðspurða. Það er hinsvegar formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem nýtur mests stuðnings, en tuttugu og átta prósent þeirra sem afstöðu tóku. Hann er enn sterkari á landsbyggðini þar sem 40 prósent aðspurðra treysta honum best. Nokkrir aðrir stjórnmálamenn fengu síðan samtals átján prósent en flestir eru þó óákveðnir í þessum efnum, eða rúmur helmingur. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur bendir á að ferill Sigmundar á formannsstóli sé athyglisverður. Hann hafi tekið við erfiðu búi og verið reynslulítill í pólitík.Sp. blm. En svo verða einskonar vatnaskil með Icesave, fyrir Sigmund og flokkinn? „Já, nákvæmlega. Sigmundur hefur verið kröftugur í umræðunni um efnahagsmál, fólk er örvæntingarfullt og er að leita að þeim sem virðist hafa lausnirnar." Og það er ekki bara að Sigmundur sé á flugi, flokkurinn hans hefur einnig sjaldan mælst hærri í könnunum. Könnun náði einnig til fylgi flokka eins og greint var frá í Fréttablaðinu í morgun. Bjartri framtíð fatast eilítið flugið í henni miðað við síðustu kannanir og mælist með 8,7 prósent. Framsóknarmenn undir forystu Sigmundar fengju hinsvegar 26,1 prósent ef þetta yrðu niðurstöður næstu kosninga. Sjálstæðisflokkurinn er enn sem fyrr stærsti flokkurinn en fylgið dalar þó þrátt fyrir nýafstaðinn landsfund og mælist hann með 29 prósent. Samfylkingin fengi 12,8 prósent og VG hækkar sig frá síðustu könnun og mælist með 11,8 prósent. Sigmundur Davíð segir að könnunum eigi ávallt að taka með fyrirvara. „En þetta er góð hvatning vegna þess að þetta gefur að minnsta kosti vísbendingu um að hægt sé að ná tölverðum árangri í næstu kosningum, nægum árangri til þess að það sé hægt að hafa áhrif eftir kosningarnar," segir Sigmundur. Sigmundur er sammála Stefaníu um að Icesavedómurinn hafi breytt miklu fyrir flokkinn. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins er sá stjórnmálaleiðtogi sem menn treysta best til að leiða næstu ríkisstjórn. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem gerð var í gær og í fyrradag spurðum við hverjum fólk treysti best til þess að leiða ríkisstjórn að loknum kosningum sem fram fara þann tuttugasta og sjöunda apríl. Árni Páll Árnason nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar fær þrettán prósenta fylgi, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðismanna mælist með nítján prósent, Guðmundur Steingrímsson Bjartri framtíð fær sjö prósent og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstrihreyfingarinnar græns Framboðs nýtur trausts fimmtán prósenta aðspurða. Það er hinsvegar formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem nýtur mests stuðnings, en tuttugu og átta prósent þeirra sem afstöðu tóku. Hann er enn sterkari á landsbyggðini þar sem 40 prósent aðspurðra treysta honum best. Nokkrir aðrir stjórnmálamenn fengu síðan samtals átján prósent en flestir eru þó óákveðnir í þessum efnum, eða rúmur helmingur. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur bendir á að ferill Sigmundar á formannsstóli sé athyglisverður. Hann hafi tekið við erfiðu búi og verið reynslulítill í pólitík.Sp. blm. En svo verða einskonar vatnaskil með Icesave, fyrir Sigmund og flokkinn? „Já, nákvæmlega. Sigmundur hefur verið kröftugur í umræðunni um efnahagsmál, fólk er örvæntingarfullt og er að leita að þeim sem virðist hafa lausnirnar." Og það er ekki bara að Sigmundur sé á flugi, flokkurinn hans hefur einnig sjaldan mælst hærri í könnunum. Könnun náði einnig til fylgi flokka eins og greint var frá í Fréttablaðinu í morgun. Bjartri framtíð fatast eilítið flugið í henni miðað við síðustu kannanir og mælist með 8,7 prósent. Framsóknarmenn undir forystu Sigmundar fengju hinsvegar 26,1 prósent ef þetta yrðu niðurstöður næstu kosninga. Sjálstæðisflokkurinn er enn sem fyrr stærsti flokkurinn en fylgið dalar þó þrátt fyrir nýafstaðinn landsfund og mælist hann með 29 prósent. Samfylkingin fengi 12,8 prósent og VG hækkar sig frá síðustu könnun og mælist með 11,8 prósent. Sigmundur Davíð segir að könnunum eigi ávallt að taka með fyrirvara. „En þetta er góð hvatning vegna þess að þetta gefur að minnsta kosti vísbendingu um að hægt sé að ná tölverðum árangri í næstu kosningum, nægum árangri til þess að það sé hægt að hafa áhrif eftir kosningarnar," segir Sigmundur. Sigmundur er sammála Stefaníu um að Icesavedómurinn hafi breytt miklu fyrir flokkinn.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira