Flestir treysta Sigmundi Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 1. mars 2013 18:59 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins er sá stjórnmálaleiðtogi sem menn treysta best til að leiða næstu ríkisstjórn. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem gerð var í gær og í fyrradag spurðum við hverjum fólk treysti best til þess að leiða ríkisstjórn að loknum kosningum sem fram fara þann tuttugasta og sjöunda apríl. Árni Páll Árnason nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar fær þrettán prósenta fylgi, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðismanna mælist með nítján prósent, Guðmundur Steingrímsson Bjartri framtíð fær sjö prósent og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstrihreyfingarinnar græns Framboðs nýtur trausts fimmtán prósenta aðspurða. Það er hinsvegar formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem nýtur mests stuðnings, en tuttugu og átta prósent þeirra sem afstöðu tóku. Hann er enn sterkari á landsbyggðini þar sem 40 prósent aðspurðra treysta honum best. Nokkrir aðrir stjórnmálamenn fengu síðan samtals átján prósent en flestir eru þó óákveðnir í þessum efnum, eða rúmur helmingur. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur bendir á að ferill Sigmundar á formannsstóli sé athyglisverður. Hann hafi tekið við erfiðu búi og verið reynslulítill í pólitík.Sp. blm. En svo verða einskonar vatnaskil með Icesave, fyrir Sigmund og flokkinn? „Já, nákvæmlega. Sigmundur hefur verið kröftugur í umræðunni um efnahagsmál, fólk er örvæntingarfullt og er að leita að þeim sem virðist hafa lausnirnar." Og það er ekki bara að Sigmundur sé á flugi, flokkurinn hans hefur einnig sjaldan mælst hærri í könnunum. Könnun náði einnig til fylgi flokka eins og greint var frá í Fréttablaðinu í morgun. Bjartri framtíð fatast eilítið flugið í henni miðað við síðustu kannanir og mælist með 8,7 prósent. Framsóknarmenn undir forystu Sigmundar fengju hinsvegar 26,1 prósent ef þetta yrðu niðurstöður næstu kosninga. Sjálstæðisflokkurinn er enn sem fyrr stærsti flokkurinn en fylgið dalar þó þrátt fyrir nýafstaðinn landsfund og mælist hann með 29 prósent. Samfylkingin fengi 12,8 prósent og VG hækkar sig frá síðustu könnun og mælist með 11,8 prósent. Sigmundur Davíð segir að könnunum eigi ávallt að taka með fyrirvara. „En þetta er góð hvatning vegna þess að þetta gefur að minnsta kosti vísbendingu um að hægt sé að ná tölverðum árangri í næstu kosningum, nægum árangri til þess að það sé hægt að hafa áhrif eftir kosningarnar," segir Sigmundur. Sigmundur er sammála Stefaníu um að Icesavedómurinn hafi breytt miklu fyrir flokkinn. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins er sá stjórnmálaleiðtogi sem menn treysta best til að leiða næstu ríkisstjórn. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem gerð var í gær og í fyrradag spurðum við hverjum fólk treysti best til þess að leiða ríkisstjórn að loknum kosningum sem fram fara þann tuttugasta og sjöunda apríl. Árni Páll Árnason nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar fær þrettán prósenta fylgi, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðismanna mælist með nítján prósent, Guðmundur Steingrímsson Bjartri framtíð fær sjö prósent og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstrihreyfingarinnar græns Framboðs nýtur trausts fimmtán prósenta aðspurða. Það er hinsvegar formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem nýtur mests stuðnings, en tuttugu og átta prósent þeirra sem afstöðu tóku. Hann er enn sterkari á landsbyggðini þar sem 40 prósent aðspurðra treysta honum best. Nokkrir aðrir stjórnmálamenn fengu síðan samtals átján prósent en flestir eru þó óákveðnir í þessum efnum, eða rúmur helmingur. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur bendir á að ferill Sigmundar á formannsstóli sé athyglisverður. Hann hafi tekið við erfiðu búi og verið reynslulítill í pólitík.Sp. blm. En svo verða einskonar vatnaskil með Icesave, fyrir Sigmund og flokkinn? „Já, nákvæmlega. Sigmundur hefur verið kröftugur í umræðunni um efnahagsmál, fólk er örvæntingarfullt og er að leita að þeim sem virðist hafa lausnirnar." Og það er ekki bara að Sigmundur sé á flugi, flokkurinn hans hefur einnig sjaldan mælst hærri í könnunum. Könnun náði einnig til fylgi flokka eins og greint var frá í Fréttablaðinu í morgun. Bjartri framtíð fatast eilítið flugið í henni miðað við síðustu kannanir og mælist með 8,7 prósent. Framsóknarmenn undir forystu Sigmundar fengju hinsvegar 26,1 prósent ef þetta yrðu niðurstöður næstu kosninga. Sjálstæðisflokkurinn er enn sem fyrr stærsti flokkurinn en fylgið dalar þó þrátt fyrir nýafstaðinn landsfund og mælist hann með 29 prósent. Samfylkingin fengi 12,8 prósent og VG hækkar sig frá síðustu könnun og mælist með 11,8 prósent. Sigmundur Davíð segir að könnunum eigi ávallt að taka með fyrirvara. „En þetta er góð hvatning vegna þess að þetta gefur að minnsta kosti vísbendingu um að hægt sé að ná tölverðum árangri í næstu kosningum, nægum árangri til þess að það sé hægt að hafa áhrif eftir kosningarnar," segir Sigmundur. Sigmundur er sammála Stefaníu um að Icesavedómurinn hafi breytt miklu fyrir flokkinn.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira