Undirbúa vantrauststillögu vegna stjórnarskrárfrumvarpsins Höskuldur Kári Schram skrifar 4. mars 2013 18:36 Þingmenn Hreyfingarinnar undirbúa vantrauststillögu á ríkisstjórnina útaf stjórnarskrárfrumvarpinu. Framtíð frumvarpsins kann að ráðast á fundi forystumanna stjórnmálaflokkanna á morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Árni Páll Árnason, formaður samfylkingarinnar, lýsti því yfir um helgina að hann telji einsýnt að ekki verði hægt að klára stjórnarskrármálið í heild sinni á þessu kjörtímabili. Þingmenn Hreyfingarinnar hafa tekið þessari yfirlýsingu illa en Þór Saari lagði fram vantraust á ríkisstjórnina í síðasta mánuði vegna málsins. „Málið er tilbúið í heild sinni, algerlega klárað og til sem heildstætt plagg. Allt annað er bara undansláttur og bara della að láta sér detta það í hug að búta málið niður það er algjör óþarfi," segir Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði um málið í dag. Árni Páll telur að hægt sé ná samkomulagi á Alþingi um að afgreiða nokkra kafla á þessu kjörtímabili og skapa sátt um framhald málsins á því næsta. Formenn allra flokka á Alþingi ætla að funda um málið á morgun. „Nú er boltinn hjá öðrum flokkum þeir þurfa að svara því hvort þeir meina eitthvað í því sem þeir hafa sagt um að vilja sjá málinu eðlilegan farveg og að tryggja að þjóðarviljinn verði virtur það er það sem mestu máli skiptir núna. Að finna farveg til þess," segir Árni Páll. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir það vonbirgði að ekki sé hægt að klára málið í heild á þessu kjörtímabili. Hins vegar sé mikilvægt að koma í gegn breytingum eins og auðlindaákvæði, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og ákvæði um að ekki þurfti tvö þing til að breyta stjórnarskránni. „Ég bara geri mér grein fyrir því að það eru eftir sex þingdagar og ég sé ekki að það sé vilji fyrir því að hafa þingið mikið lengra þó getur það komið til. Ég vildi gjarnan hafa það lengra og ná fram allri stjórnarskránni en miðað við þann tíma sem er til stefnu þá myndi ég telja það farsælar lyktir ef þetta yrði niðurstaðan sem ég var hér að lýsa," segir Jóhanna. Þór Saari vill að allt málið verði tekið á dagskrá þingsins á miðvikudag. „Og samhliða því verði lögð fram dagskrártillaga um að hvernig á að klára málið. ef það gerist þá sjáum við ekki ástæðu til að leggja fram vantrausttillögu en ef það gerist ekki þá verðum við að hugsa okkar gang í því máli." Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Þingmenn Hreyfingarinnar undirbúa vantrauststillögu á ríkisstjórnina útaf stjórnarskrárfrumvarpinu. Framtíð frumvarpsins kann að ráðast á fundi forystumanna stjórnmálaflokkanna á morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Árni Páll Árnason, formaður samfylkingarinnar, lýsti því yfir um helgina að hann telji einsýnt að ekki verði hægt að klára stjórnarskrármálið í heild sinni á þessu kjörtímabili. Þingmenn Hreyfingarinnar hafa tekið þessari yfirlýsingu illa en Þór Saari lagði fram vantraust á ríkisstjórnina í síðasta mánuði vegna málsins. „Málið er tilbúið í heild sinni, algerlega klárað og til sem heildstætt plagg. Allt annað er bara undansláttur og bara della að láta sér detta það í hug að búta málið niður það er algjör óþarfi," segir Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði um málið í dag. Árni Páll telur að hægt sé ná samkomulagi á Alþingi um að afgreiða nokkra kafla á þessu kjörtímabili og skapa sátt um framhald málsins á því næsta. Formenn allra flokka á Alþingi ætla að funda um málið á morgun. „Nú er boltinn hjá öðrum flokkum þeir þurfa að svara því hvort þeir meina eitthvað í því sem þeir hafa sagt um að vilja sjá málinu eðlilegan farveg og að tryggja að þjóðarviljinn verði virtur það er það sem mestu máli skiptir núna. Að finna farveg til þess," segir Árni Páll. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir það vonbirgði að ekki sé hægt að klára málið í heild á þessu kjörtímabili. Hins vegar sé mikilvægt að koma í gegn breytingum eins og auðlindaákvæði, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og ákvæði um að ekki þurfti tvö þing til að breyta stjórnarskránni. „Ég bara geri mér grein fyrir því að það eru eftir sex þingdagar og ég sé ekki að það sé vilji fyrir því að hafa þingið mikið lengra þó getur það komið til. Ég vildi gjarnan hafa það lengra og ná fram allri stjórnarskránni en miðað við þann tíma sem er til stefnu þá myndi ég telja það farsælar lyktir ef þetta yrði niðurstaðan sem ég var hér að lýsa," segir Jóhanna. Þór Saari vill að allt málið verði tekið á dagskrá þingsins á miðvikudag. „Og samhliða því verði lögð fram dagskrártillaga um að hvernig á að klára málið. ef það gerist þá sjáum við ekki ástæðu til að leggja fram vantrausttillögu en ef það gerist ekki þá verðum við að hugsa okkar gang í því máli."
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent