Undirbúa vantrauststillögu vegna stjórnarskrárfrumvarpsins Höskuldur Kári Schram skrifar 4. mars 2013 18:36 Þingmenn Hreyfingarinnar undirbúa vantrauststillögu á ríkisstjórnina útaf stjórnarskrárfrumvarpinu. Framtíð frumvarpsins kann að ráðast á fundi forystumanna stjórnmálaflokkanna á morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Árni Páll Árnason, formaður samfylkingarinnar, lýsti því yfir um helgina að hann telji einsýnt að ekki verði hægt að klára stjórnarskrármálið í heild sinni á þessu kjörtímabili. Þingmenn Hreyfingarinnar hafa tekið þessari yfirlýsingu illa en Þór Saari lagði fram vantraust á ríkisstjórnina í síðasta mánuði vegna málsins. „Málið er tilbúið í heild sinni, algerlega klárað og til sem heildstætt plagg. Allt annað er bara undansláttur og bara della að láta sér detta það í hug að búta málið niður það er algjör óþarfi," segir Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði um málið í dag. Árni Páll telur að hægt sé ná samkomulagi á Alþingi um að afgreiða nokkra kafla á þessu kjörtímabili og skapa sátt um framhald málsins á því næsta. Formenn allra flokka á Alþingi ætla að funda um málið á morgun. „Nú er boltinn hjá öðrum flokkum þeir þurfa að svara því hvort þeir meina eitthvað í því sem þeir hafa sagt um að vilja sjá málinu eðlilegan farveg og að tryggja að þjóðarviljinn verði virtur það er það sem mestu máli skiptir núna. Að finna farveg til þess," segir Árni Páll. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir það vonbirgði að ekki sé hægt að klára málið í heild á þessu kjörtímabili. Hins vegar sé mikilvægt að koma í gegn breytingum eins og auðlindaákvæði, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og ákvæði um að ekki þurfti tvö þing til að breyta stjórnarskránni. „Ég bara geri mér grein fyrir því að það eru eftir sex þingdagar og ég sé ekki að það sé vilji fyrir því að hafa þingið mikið lengra þó getur það komið til. Ég vildi gjarnan hafa það lengra og ná fram allri stjórnarskránni en miðað við þann tíma sem er til stefnu þá myndi ég telja það farsælar lyktir ef þetta yrði niðurstaðan sem ég var hér að lýsa," segir Jóhanna. Þór Saari vill að allt málið verði tekið á dagskrá þingsins á miðvikudag. „Og samhliða því verði lögð fram dagskrártillaga um að hvernig á að klára málið. ef það gerist þá sjáum við ekki ástæðu til að leggja fram vantrausttillögu en ef það gerist ekki þá verðum við að hugsa okkar gang í því máli." Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Þingmenn Hreyfingarinnar undirbúa vantrauststillögu á ríkisstjórnina útaf stjórnarskrárfrumvarpinu. Framtíð frumvarpsins kann að ráðast á fundi forystumanna stjórnmálaflokkanna á morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Árni Páll Árnason, formaður samfylkingarinnar, lýsti því yfir um helgina að hann telji einsýnt að ekki verði hægt að klára stjórnarskrármálið í heild sinni á þessu kjörtímabili. Þingmenn Hreyfingarinnar hafa tekið þessari yfirlýsingu illa en Þór Saari lagði fram vantraust á ríkisstjórnina í síðasta mánuði vegna málsins. „Málið er tilbúið í heild sinni, algerlega klárað og til sem heildstætt plagg. Allt annað er bara undansláttur og bara della að láta sér detta það í hug að búta málið niður það er algjör óþarfi," segir Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði um málið í dag. Árni Páll telur að hægt sé ná samkomulagi á Alþingi um að afgreiða nokkra kafla á þessu kjörtímabili og skapa sátt um framhald málsins á því næsta. Formenn allra flokka á Alþingi ætla að funda um málið á morgun. „Nú er boltinn hjá öðrum flokkum þeir þurfa að svara því hvort þeir meina eitthvað í því sem þeir hafa sagt um að vilja sjá málinu eðlilegan farveg og að tryggja að þjóðarviljinn verði virtur það er það sem mestu máli skiptir núna. Að finna farveg til þess," segir Árni Páll. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir það vonbirgði að ekki sé hægt að klára málið í heild á þessu kjörtímabili. Hins vegar sé mikilvægt að koma í gegn breytingum eins og auðlindaákvæði, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og ákvæði um að ekki þurfti tvö þing til að breyta stjórnarskránni. „Ég bara geri mér grein fyrir því að það eru eftir sex þingdagar og ég sé ekki að það sé vilji fyrir því að hafa þingið mikið lengra þó getur það komið til. Ég vildi gjarnan hafa það lengra og ná fram allri stjórnarskránni en miðað við þann tíma sem er til stefnu þá myndi ég telja það farsælar lyktir ef þetta yrði niðurstaðan sem ég var hér að lýsa," segir Jóhanna. Þór Saari vill að allt málið verði tekið á dagskrá þingsins á miðvikudag. „Og samhliða því verði lögð fram dagskrártillaga um að hvernig á að klára málið. ef það gerist þá sjáum við ekki ástæðu til að leggja fram vantrausttillögu en ef það gerist ekki þá verðum við að hugsa okkar gang í því máli."
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira