Undirbúa vantrauststillögu vegna stjórnarskrárfrumvarpsins Höskuldur Kári Schram skrifar 4. mars 2013 18:36 Þingmenn Hreyfingarinnar undirbúa vantrauststillögu á ríkisstjórnina útaf stjórnarskrárfrumvarpinu. Framtíð frumvarpsins kann að ráðast á fundi forystumanna stjórnmálaflokkanna á morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Árni Páll Árnason, formaður samfylkingarinnar, lýsti því yfir um helgina að hann telji einsýnt að ekki verði hægt að klára stjórnarskrármálið í heild sinni á þessu kjörtímabili. Þingmenn Hreyfingarinnar hafa tekið þessari yfirlýsingu illa en Þór Saari lagði fram vantraust á ríkisstjórnina í síðasta mánuði vegna málsins. „Málið er tilbúið í heild sinni, algerlega klárað og til sem heildstætt plagg. Allt annað er bara undansláttur og bara della að láta sér detta það í hug að búta málið niður það er algjör óþarfi," segir Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði um málið í dag. Árni Páll telur að hægt sé ná samkomulagi á Alþingi um að afgreiða nokkra kafla á þessu kjörtímabili og skapa sátt um framhald málsins á því næsta. Formenn allra flokka á Alþingi ætla að funda um málið á morgun. „Nú er boltinn hjá öðrum flokkum þeir þurfa að svara því hvort þeir meina eitthvað í því sem þeir hafa sagt um að vilja sjá málinu eðlilegan farveg og að tryggja að þjóðarviljinn verði virtur það er það sem mestu máli skiptir núna. Að finna farveg til þess," segir Árni Páll. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir það vonbirgði að ekki sé hægt að klára málið í heild á þessu kjörtímabili. Hins vegar sé mikilvægt að koma í gegn breytingum eins og auðlindaákvæði, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og ákvæði um að ekki þurfti tvö þing til að breyta stjórnarskránni. „Ég bara geri mér grein fyrir því að það eru eftir sex þingdagar og ég sé ekki að það sé vilji fyrir því að hafa þingið mikið lengra þó getur það komið til. Ég vildi gjarnan hafa það lengra og ná fram allri stjórnarskránni en miðað við þann tíma sem er til stefnu þá myndi ég telja það farsælar lyktir ef þetta yrði niðurstaðan sem ég var hér að lýsa," segir Jóhanna. Þór Saari vill að allt málið verði tekið á dagskrá þingsins á miðvikudag. „Og samhliða því verði lögð fram dagskrártillaga um að hvernig á að klára málið. ef það gerist þá sjáum við ekki ástæðu til að leggja fram vantrausttillögu en ef það gerist ekki þá verðum við að hugsa okkar gang í því máli." Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Þingmenn Hreyfingarinnar undirbúa vantrauststillögu á ríkisstjórnina útaf stjórnarskrárfrumvarpinu. Framtíð frumvarpsins kann að ráðast á fundi forystumanna stjórnmálaflokkanna á morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Árni Páll Árnason, formaður samfylkingarinnar, lýsti því yfir um helgina að hann telji einsýnt að ekki verði hægt að klára stjórnarskrármálið í heild sinni á þessu kjörtímabili. Þingmenn Hreyfingarinnar hafa tekið þessari yfirlýsingu illa en Þór Saari lagði fram vantraust á ríkisstjórnina í síðasta mánuði vegna málsins. „Málið er tilbúið í heild sinni, algerlega klárað og til sem heildstætt plagg. Allt annað er bara undansláttur og bara della að láta sér detta það í hug að búta málið niður það er algjör óþarfi," segir Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði um málið í dag. Árni Páll telur að hægt sé ná samkomulagi á Alþingi um að afgreiða nokkra kafla á þessu kjörtímabili og skapa sátt um framhald málsins á því næsta. Formenn allra flokka á Alþingi ætla að funda um málið á morgun. „Nú er boltinn hjá öðrum flokkum þeir þurfa að svara því hvort þeir meina eitthvað í því sem þeir hafa sagt um að vilja sjá málinu eðlilegan farveg og að tryggja að þjóðarviljinn verði virtur það er það sem mestu máli skiptir núna. Að finna farveg til þess," segir Árni Páll. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir það vonbirgði að ekki sé hægt að klára málið í heild á þessu kjörtímabili. Hins vegar sé mikilvægt að koma í gegn breytingum eins og auðlindaákvæði, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og ákvæði um að ekki þurfti tvö þing til að breyta stjórnarskránni. „Ég bara geri mér grein fyrir því að það eru eftir sex þingdagar og ég sé ekki að það sé vilji fyrir því að hafa þingið mikið lengra þó getur það komið til. Ég vildi gjarnan hafa það lengra og ná fram allri stjórnarskránni en miðað við þann tíma sem er til stefnu þá myndi ég telja það farsælar lyktir ef þetta yrði niðurstaðan sem ég var hér að lýsa," segir Jóhanna. Þór Saari vill að allt málið verði tekið á dagskrá þingsins á miðvikudag. „Og samhliða því verði lögð fram dagskrártillaga um að hvernig á að klára málið. ef það gerist þá sjáum við ekki ástæðu til að leggja fram vantrausttillögu en ef það gerist ekki þá verðum við að hugsa okkar gang í því máli."
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira