Halldór í Holti hættur: Ég er hryggur Helga Arnardóttir skrifar 5. mars 2013 13:29 Halldór Gunnarsson í Holti er hættur í Sjálfstæðisflokknum. Halldór Gunnarsson í Holti sem verið hefur formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Halldór segir flokkinn hafa brugðist og hann hafi gengið hryggur af síðasta landsfundi. Flokkurinn sé ekki reiðubúinn að koma til móts við heimilin í landinu sem orðið hafa fyrir miklu eignatjóni eftir hrun. Halldór Gunnarsson tilkynnti úrsögn sína úr Sjálfstæðisflokknum á stjórnarfundi fulltrúaráðsins í gær og sagði af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Halldór er fyrrverandi sóknarprestur í Holti og tilkynnti í október síðastliðnum að hann hygðist bjóða sig fram til þingmennsku í Suðurkjördæmi. Halldór vakti mikla athygli á nýafstöðnum Landsfundi Sjálfstæðisflokksins þegar hann bauð sig fram til formanns gegn Bjarna Benediktssyni en hætti svo við það og hvatti landsfundarfulltrúa til að kjósa Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem formann. Bjarni Benediktsson tók útspili Halldórs með jafnaðargeði og sagði styrk flokksins felast í því að menn gætu haft ólíkar skoðanir. Hann endaði svo ræðu sína með því að segja að sér þætti vænt um vin sinn Halldór Gunnarsson. En Halldór er ósáttur og hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. „Á landsfundinum kom í ljós að mínu mati að flokkurinn er ekki tilbúinn að koma til móts við heimilin. Þess vegna fór ég heim svo hryggur að mér fannst yfirskrift fundarins Í þágu heimilanna vera háð," segir Halldór. Halldór telur að á landsfundinum hefði þurft að koma fram skýr vilji flokksins til að breyta verðtryggingunni sem hafi hirt alla eignamyndun fólks eftir hrun. „Á þessum tímamótum sem heimilin eru í dag, sem hafa misst allt sitt og unga fólkið, það verður að koma fram með það á skýran hátt. Mér finnst flokkurinn hafa brugðist og ekki vera sá flokkur sem ég gekk í fyrir fimmtíu árum." Halldór hefur ekki gert upp sinn hug um hvort hann fari í annan flokk og segist taka eitt skref í einu. „Ég er hryggur en ég er ekki í þeirri stöðu að vera hættur í þessari baráttu." Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Halldór Gunnarsson í Holti sem verið hefur formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Halldór segir flokkinn hafa brugðist og hann hafi gengið hryggur af síðasta landsfundi. Flokkurinn sé ekki reiðubúinn að koma til móts við heimilin í landinu sem orðið hafa fyrir miklu eignatjóni eftir hrun. Halldór Gunnarsson tilkynnti úrsögn sína úr Sjálfstæðisflokknum á stjórnarfundi fulltrúaráðsins í gær og sagði af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Halldór er fyrrverandi sóknarprestur í Holti og tilkynnti í október síðastliðnum að hann hygðist bjóða sig fram til þingmennsku í Suðurkjördæmi. Halldór vakti mikla athygli á nýafstöðnum Landsfundi Sjálfstæðisflokksins þegar hann bauð sig fram til formanns gegn Bjarna Benediktssyni en hætti svo við það og hvatti landsfundarfulltrúa til að kjósa Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem formann. Bjarni Benediktsson tók útspili Halldórs með jafnaðargeði og sagði styrk flokksins felast í því að menn gætu haft ólíkar skoðanir. Hann endaði svo ræðu sína með því að segja að sér þætti vænt um vin sinn Halldór Gunnarsson. En Halldór er ósáttur og hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. „Á landsfundinum kom í ljós að mínu mati að flokkurinn er ekki tilbúinn að koma til móts við heimilin. Þess vegna fór ég heim svo hryggur að mér fannst yfirskrift fundarins Í þágu heimilanna vera háð," segir Halldór. Halldór telur að á landsfundinum hefði þurft að koma fram skýr vilji flokksins til að breyta verðtryggingunni sem hafi hirt alla eignamyndun fólks eftir hrun. „Á þessum tímamótum sem heimilin eru í dag, sem hafa misst allt sitt og unga fólkið, það verður að koma fram með það á skýran hátt. Mér finnst flokkurinn hafa brugðist og ekki vera sá flokkur sem ég gekk í fyrir fimmtíu árum." Halldór hefur ekki gert upp sinn hug um hvort hann fari í annan flokk og segist taka eitt skref í einu. „Ég er hryggur en ég er ekki í þeirri stöðu að vera hættur í þessari baráttu."
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir