Ofbeldisatvikum fækkað um helming 5. mars 2013 20:39 „Í heild er ljóst að flutningurinn hefur leitt til bættrar aðstöðu fyrir sjúklinga, starfsfólk og aðstandendur," segir í svari velferðarráðherra við fyrirspurn um flutning réttargeðdeildar frá Sogni að Kleppi. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem beindi fyrirspurn sinni til velferðarráðherra. Í svari Guðbjarts Hannessonar kemur fram að öryggi sjúklinga sé aukið, rými meira og tækifæri til faglegrar þróunar meiri. Afstaða deildarinnar til að gegn hlutverki sínu og taka við geðsjúkum afbrotamönnum, dæmdum til dvalar á viðeigandi stofnum, hafi batnað. „Skráðum ofbeldisatvikum á réttargeðdeildinni hefur fækkað um helming eftir flutning ef borin eru saman tímabilin mars–desember 2011 og 2012," segir Guðbjartur. Hann bendir á að starfsumhverfiskannanir sýni að starfsfólk sé ánægðara í starfi eftir flutninginn. Guðbjartur segir heildarkostnað við allar framkvæmdir á Kleppi á árunum 2011 og 2012 hafa orðið 176 milljónir. Þar sé ekki aðskilinn kostnaður við aðstöðu fyrir réttargeðdeildina og aðrar framkvæmdir sem tengist öllum Kleppspítala. Kostnaðarlegur ávinningur af flutningnum árið 2012 var 40 milljónir eða sex milljónir umfram áætlaðan ávinning. Upphaflega var gert ráð fyrir ávinningi upp á 45 milljónir árið 2013 en endurskoðuð áætlun geri ráð fyrir ávinningi upp á 50 milljónir króna. Guðbjartur segir flutninginn hafa gengið vel. „Deildin var tilbúin á réttum tíma, í lok febrúar 2012, nema sérvarinn garður sunnan við deildina var tilbúinn sumarið 2012. Þangað geta sjúklingar farið þegar þeir vilja og notið útiveru í skjóli, án hættu fyrir aðra. Sjúklingar voru sáttir frá fyrsta degi og aðlöguðust strax nýju umhverfi með meira rými. Í viðtölum hefur komið fram áframhaldandi ánægja þeirra með aðstæður. Aukin nálægð við heimabyggð auk sérútbúins fjölskylduherbergis hefur hjálpað við tengsl aðstandenda við sjúklinga sem er afar mikilvægt í bataferli," segir Guðbjartur. Þrettán starfsmenn af Sogni með búsetu í Árnessýslu unnu áfram á nýju réttargeðdeildinni en sjö sögðu upp störfum. „Nánd við öryggisgeðdeild Landspítalans skapar möguleika á fjölbreyttara vinnuumhverfi og dreifingu álags. Réttargeðdeildin nýtur nú nálægðar við háskólastarfsemi sem eykur möguleika á rannsóknum og framþróun sérgreinarinnar," segir í svari Guðbjarts.Svar ráðherra í heild sinni má sjá hér. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Í heild er ljóst að flutningurinn hefur leitt til bættrar aðstöðu fyrir sjúklinga, starfsfólk og aðstandendur," segir í svari velferðarráðherra við fyrirspurn um flutning réttargeðdeildar frá Sogni að Kleppi. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem beindi fyrirspurn sinni til velferðarráðherra. Í svari Guðbjarts Hannessonar kemur fram að öryggi sjúklinga sé aukið, rými meira og tækifæri til faglegrar þróunar meiri. Afstaða deildarinnar til að gegn hlutverki sínu og taka við geðsjúkum afbrotamönnum, dæmdum til dvalar á viðeigandi stofnum, hafi batnað. „Skráðum ofbeldisatvikum á réttargeðdeildinni hefur fækkað um helming eftir flutning ef borin eru saman tímabilin mars–desember 2011 og 2012," segir Guðbjartur. Hann bendir á að starfsumhverfiskannanir sýni að starfsfólk sé ánægðara í starfi eftir flutninginn. Guðbjartur segir heildarkostnað við allar framkvæmdir á Kleppi á árunum 2011 og 2012 hafa orðið 176 milljónir. Þar sé ekki aðskilinn kostnaður við aðstöðu fyrir réttargeðdeildina og aðrar framkvæmdir sem tengist öllum Kleppspítala. Kostnaðarlegur ávinningur af flutningnum árið 2012 var 40 milljónir eða sex milljónir umfram áætlaðan ávinning. Upphaflega var gert ráð fyrir ávinningi upp á 45 milljónir árið 2013 en endurskoðuð áætlun geri ráð fyrir ávinningi upp á 50 milljónir króna. Guðbjartur segir flutninginn hafa gengið vel. „Deildin var tilbúin á réttum tíma, í lok febrúar 2012, nema sérvarinn garður sunnan við deildina var tilbúinn sumarið 2012. Þangað geta sjúklingar farið þegar þeir vilja og notið útiveru í skjóli, án hættu fyrir aðra. Sjúklingar voru sáttir frá fyrsta degi og aðlöguðust strax nýju umhverfi með meira rými. Í viðtölum hefur komið fram áframhaldandi ánægja þeirra með aðstæður. Aukin nálægð við heimabyggð auk sérútbúins fjölskylduherbergis hefur hjálpað við tengsl aðstandenda við sjúklinga sem er afar mikilvægt í bataferli," segir Guðbjartur. Þrettán starfsmenn af Sogni með búsetu í Árnessýslu unnu áfram á nýju réttargeðdeildinni en sjö sögðu upp störfum. „Nánd við öryggisgeðdeild Landspítalans skapar möguleika á fjölbreyttara vinnuumhverfi og dreifingu álags. Réttargeðdeildin nýtur nú nálægðar við háskólastarfsemi sem eykur möguleika á rannsóknum og framþróun sérgreinarinnar," segir í svari Guðbjarts.Svar ráðherra í heild sinni má sjá hér.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira