Ekki ofmælt að tala um að lygin viðhaldi stríðinu 7. mars 2013 11:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Það var hart tekist á á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, bað Sigmund Davíð Gunnlaugsson að gæta orða sinna í ræðustól þegar hann sagði að menn leyfðu sér að ljúga til þess að viðhalda stríði. Sjálfur varð hann undrandi þegar forseti þingsins bað hann um að gæta orða sinna. Sigmundur spurði hvað það var sem hann hefði sagt. „Að ljúga," svaraði Ásta Ragnheiður. Sigmundur svaraði um hæl: „Það var ekki ofmælt." Sigmundur Davíð var nokkuð harðorður í fyrr ræðu sinni þar sem hann sagði þingmenn setja aðra þingmenn í þá stöðu að svara þvættingi og lygum þegar tímanum væri betur varið í að ræða uppbyggingu atvinnulífs og skuldastöðu heimilanna. Þar vísaði hann til harðrar gagnrýni Vinstri grænna vegna tilkynningar sem Framsóknarflokkurinn sendi frá sér í gærdag varðandi stjórnarskrármálið. Meðal annars kom fram í tilkynningunni, sem mbl.is birti, að náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign mætti ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Svo var bætt við: „Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum og réttindum gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slík heimild nýtur verndar sem óbein eignarréttindi." Álfheiður Ingadóttir gagnrýndi þetta með óbeinu eignarréttindin harðlega og kallaði ítrekað fram í fyrir Sigmundi þegar hann hélt ræðu sína, svo mikið raunar að Sigmundur bað forseta Alþingis um að tryggja sér hljóð á meðan hann talaði. Álfheiður kom seinna í ræðupúlt og gerði bloggfærslu Sigmundar Davíðs að umtalsefni, en þar sakar hann Vinstri græna um ósannindi og ofstopa og að hafa snúið algjörlega út úr þessum orðum sem fram koma í fyrrnefndri tilkynningu. Álfheiður sagði engan vafa á skilningi flokksins, og las upp úr tilkynningu Framsóknarflokksins sem birtist á mbl.is og sagði lítið svigrúm til þess að misskilja orð flokksins um að tryggja öðrum en þjóðinni óbeinan eignarrétt á auðlindum. Undir lokin var kosið um það hvort umræðum yrði framhaldið. Það var fellt, en sjö starfsdagar eru eftir af Alþingi. Rætt verður um 22 mál í dag. Þar á meðal um stjórn fiskveiða og Uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka og fjallað er ítarlega um í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Það var hart tekist á á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, bað Sigmund Davíð Gunnlaugsson að gæta orða sinna í ræðustól þegar hann sagði að menn leyfðu sér að ljúga til þess að viðhalda stríði. Sjálfur varð hann undrandi þegar forseti þingsins bað hann um að gæta orða sinna. Sigmundur spurði hvað það var sem hann hefði sagt. „Að ljúga," svaraði Ásta Ragnheiður. Sigmundur svaraði um hæl: „Það var ekki ofmælt." Sigmundur Davíð var nokkuð harðorður í fyrr ræðu sinni þar sem hann sagði þingmenn setja aðra þingmenn í þá stöðu að svara þvættingi og lygum þegar tímanum væri betur varið í að ræða uppbyggingu atvinnulífs og skuldastöðu heimilanna. Þar vísaði hann til harðrar gagnrýni Vinstri grænna vegna tilkynningar sem Framsóknarflokkurinn sendi frá sér í gærdag varðandi stjórnarskrármálið. Meðal annars kom fram í tilkynningunni, sem mbl.is birti, að náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign mætti ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Svo var bætt við: „Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum og réttindum gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slík heimild nýtur verndar sem óbein eignarréttindi." Álfheiður Ingadóttir gagnrýndi þetta með óbeinu eignarréttindin harðlega og kallaði ítrekað fram í fyrir Sigmundi þegar hann hélt ræðu sína, svo mikið raunar að Sigmundur bað forseta Alþingis um að tryggja sér hljóð á meðan hann talaði. Álfheiður kom seinna í ræðupúlt og gerði bloggfærslu Sigmundar Davíðs að umtalsefni, en þar sakar hann Vinstri græna um ósannindi og ofstopa og að hafa snúið algjörlega út úr þessum orðum sem fram koma í fyrrnefndri tilkynningu. Álfheiður sagði engan vafa á skilningi flokksins, og las upp úr tilkynningu Framsóknarflokksins sem birtist á mbl.is og sagði lítið svigrúm til þess að misskilja orð flokksins um að tryggja öðrum en þjóðinni óbeinan eignarrétt á auðlindum. Undir lokin var kosið um það hvort umræðum yrði framhaldið. Það var fellt, en sjö starfsdagar eru eftir af Alþingi. Rætt verður um 22 mál í dag. Þar á meðal um stjórn fiskveiða og Uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka og fjallað er ítarlega um í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira