"Ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum þær kvalir sem ég hef gengið í gegnum“ 7. mars 2013 17:36 Það var tilfinningaþrungin stund í Ráðherrabústaðnum þegar sérfræðihópur barna sagði ráðherrum frá eigin reynslu af kynferðislegu ofbeldi. Hópnum var komið á fót við vinnslu skýrslu UNICEF sem kom út í morgun, Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Ungmennin sögðu ráðherrum frá því ofbeldi sem þau höfðu orðið fyrir og fóru yfir það hvað þeim fyndist að betur mætti fara í málaflokkinum. Óhætt er að segja að hjartnæmar frásagnir þeirra hafi snert alla sem á hlýddu og að um afar óvenjulegan ráðherrafund hafi verið að ræða. Fundurinn var lokaður, enda efni hans mjög viðkvæmt og markmiðið að gera sérfræðihópi barna kleift að ræða opinskátt við ráðherra. Á fundinum voru forsætisráðherra, innanríkisráðherra, velferðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, auk starfsfólks UNICEF á Íslandi og starfsfólki Barnahúss.Mögnuð ávörp sérfræðihóps barna „Ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum þær kvalir sem ég hef gengið í gegnum," sagði eitt ungmennanna í ávarpi sínu á fundinum. „Börn voru misnotuð á 20. öldinni og börnum er nauðgað á þeirri tuttugustu og fyrstu. Munurinn er sá að við á 21. öldinni ætlum að gera eitthvað í því," kom fram í máli annars. „Ástæðan fyrir því að ég sagði strax frá er sú að ég fékk nógu mikla og góða fræðslu um þetta í skólanum og heimsókn í Barnahús. Ég fékk mikla og góða hjálp frá Barnahúsi sem hjálpaði mér mjög mikið," sagði í öðru ávarpi. „Margir Íslendingar halda að okkar land sé rosalega friðsælt, sem það er að hluta til og er ég þakklát fyrir það. Við hin sem lendum í ofbeldinu og öllu sem því fylgir sjáum alvarleikann," sagði enn sérfræðingur í sérfræðihópi barna. Annar benti á að vegna mikillar umræðu og vakningar í samfélaginu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, hefði rignt inn kærum til lögreglunnar og mun fleiri hefðu opnað sig. „Mér finnst hryllilega sorglegt að þetta þurfi til, til þess að opna augu fólks." Eftir að hafa hlýtt á ávörp barnanna sögðu ráðherrar að ljóst væri að sögur þeirra yrðu þeim mikil hvatning og þökkuðu börnunum það hugrekki sem þau hefðu sýnt.Réttur barna til að tjá sig Hugmyndin um sérfræðihóp barna er byggð á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um réttindi barna til að tjá sig um þau málefni er þau varða og taka skuli mark á skoðunum þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Allt starf UNICEF byggist á Barnasáttmálanum og því leituðu samtökin til Barnaverndarstofu, Barnahúss og barnaverndarnefndar Reykjavíkurborgar vegna barna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, heimilisofbeldi eða vanrækslu. Á endanum varð í samvinnu við Barnahús til sérfræðihópur barna sem orðið höfðu fyrir kynferðislegu ofbeldi. „Krakkarnir sem mynduðu sérfræðihópinn hafa í einu orði sagt verið frábærir. Það eru forréttindi að fá að vinna með þeim og hefur verið okkur hjá UNICEF mikil hvatning," segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Farið var á fundinum með ráðherrunum yfir tillögur UNICEF um leiðir til að minnka ofbeldi gegn börnum hér landi. Við vinnslu þeirra fengu samtökin til liðs við sig áðurnefndan sérfræðihóp barna, sem og fjölmarga fagaðila sem vinna með eða í þágu barna. Ein af tillögunum í skýrslu UNICEF er að stórauknu fé verði varið til að reyna að koma í veg fyrir að börn séu beitt ofbeldi og að svokallað Ofbeldisvarnaráð sjái um framkvæmd forvarnanna. Ráðinu er ætlað að vinna til frambúðar og er ekki hugsað sem átaksverkefni. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Það var tilfinningaþrungin stund í Ráðherrabústaðnum þegar sérfræðihópur barna sagði ráðherrum frá eigin reynslu af kynferðislegu ofbeldi. Hópnum var komið á fót við vinnslu skýrslu UNICEF sem kom út í morgun, Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Ungmennin sögðu ráðherrum frá því ofbeldi sem þau höfðu orðið fyrir og fóru yfir það hvað þeim fyndist að betur mætti fara í málaflokkinum. Óhætt er að segja að hjartnæmar frásagnir þeirra hafi snert alla sem á hlýddu og að um afar óvenjulegan ráðherrafund hafi verið að ræða. Fundurinn var lokaður, enda efni hans mjög viðkvæmt og markmiðið að gera sérfræðihópi barna kleift að ræða opinskátt við ráðherra. Á fundinum voru forsætisráðherra, innanríkisráðherra, velferðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, auk starfsfólks UNICEF á Íslandi og starfsfólki Barnahúss.Mögnuð ávörp sérfræðihóps barna „Ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum þær kvalir sem ég hef gengið í gegnum," sagði eitt ungmennanna í ávarpi sínu á fundinum. „Börn voru misnotuð á 20. öldinni og börnum er nauðgað á þeirri tuttugustu og fyrstu. Munurinn er sá að við á 21. öldinni ætlum að gera eitthvað í því," kom fram í máli annars. „Ástæðan fyrir því að ég sagði strax frá er sú að ég fékk nógu mikla og góða fræðslu um þetta í skólanum og heimsókn í Barnahús. Ég fékk mikla og góða hjálp frá Barnahúsi sem hjálpaði mér mjög mikið," sagði í öðru ávarpi. „Margir Íslendingar halda að okkar land sé rosalega friðsælt, sem það er að hluta til og er ég þakklát fyrir það. Við hin sem lendum í ofbeldinu og öllu sem því fylgir sjáum alvarleikann," sagði enn sérfræðingur í sérfræðihópi barna. Annar benti á að vegna mikillar umræðu og vakningar í samfélaginu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, hefði rignt inn kærum til lögreglunnar og mun fleiri hefðu opnað sig. „Mér finnst hryllilega sorglegt að þetta þurfi til, til þess að opna augu fólks." Eftir að hafa hlýtt á ávörp barnanna sögðu ráðherrar að ljóst væri að sögur þeirra yrðu þeim mikil hvatning og þökkuðu börnunum það hugrekki sem þau hefðu sýnt.Réttur barna til að tjá sig Hugmyndin um sérfræðihóp barna er byggð á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um réttindi barna til að tjá sig um þau málefni er þau varða og taka skuli mark á skoðunum þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Allt starf UNICEF byggist á Barnasáttmálanum og því leituðu samtökin til Barnaverndarstofu, Barnahúss og barnaverndarnefndar Reykjavíkurborgar vegna barna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, heimilisofbeldi eða vanrækslu. Á endanum varð í samvinnu við Barnahús til sérfræðihópur barna sem orðið höfðu fyrir kynferðislegu ofbeldi. „Krakkarnir sem mynduðu sérfræðihópinn hafa í einu orði sagt verið frábærir. Það eru forréttindi að fá að vinna með þeim og hefur verið okkur hjá UNICEF mikil hvatning," segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Farið var á fundinum með ráðherrunum yfir tillögur UNICEF um leiðir til að minnka ofbeldi gegn börnum hér landi. Við vinnslu þeirra fengu samtökin til liðs við sig áðurnefndan sérfræðihóp barna, sem og fjölmarga fagaðila sem vinna með eða í þágu barna. Ein af tillögunum í skýrslu UNICEF er að stórauknu fé verði varið til að reyna að koma í veg fyrir að börn séu beitt ofbeldi og að svokallað Ofbeldisvarnaráð sjái um framkvæmd forvarnanna. Ráðinu er ætlað að vinna til frambúðar og er ekki hugsað sem átaksverkefni.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira