Segir Sjálfstæðisflokknum stjórnað með baktjaldamakki Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2013 11:49 Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, deilir hart á forystu Sjálfstæðisflokksins í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar gerir hann umræðu um Evrópusambandið og aðildarviðræður við sambandið að umfjöllunarefni. Hann vísar í orð Bjarna heitins Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar deilt var um aðild Íslands að EFTA samkomulaginu. „En eðlilegt er, að almenningur spyrji: Ef aðrir, þeir sem okkur eru líkastir að menningu og efnahag, hafa svo góða reynslu, hví skyldum við þá óttast, að reynsla okkar yrði önnur og lakari?" sagði Bjarni árið 1969. Helgi Magnússon segir að núverandi, réttkjörnir forystumenn Sjálfstæðisflokksins, verði að taka þessi orð til sín. „Mikið hefur verið rætt að undanförnu um formannsskipti í ríkisstjórnarflokkunum og að með þeim megi vænta uppbyggilegri vinnubragða í kjölfar kynslóðaskipta. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn að njóta góðs af því að kjósendur kalli eftir nýjum forystumönnum af kynslóð þeirra sem eru kringum fertugt verður forystan að taka til sín þau völd sem henni hafa verið fengin með lögmætum hætti. Þá getur hún ekki lengur unað við það að standa í skugga þeirra sem tilheyra veröld sem var og seilast enn eftir völdum og áhrifum sem þeir höfðu í ríkum mæli á árum áður," segir Helgi. Hann segir að Sjálfstæðisflokkinn virðist vanta dug til að taka djarfar og farsælar ákvarðanir eins og voru einkennandi fyrir stjórnmálamenn sem þorðu að leiða þjóðina inn í Sameinuðu þjóðirnar, NATO, EFTA og EES. Þau skref hafa reynst gæfuspor fyrir landsmenn. „Til þess að vel takist til í hópum og flokkum þarf forystumenn með kjark, góða dómgreind og víðsýni á við Bjarna heitinn Benediktsson forsætisráðherra sem vitnað var til hér í upphafi. Það heyrðust úrtöluraddir á landsfundinum árið 1969 og einangrunarsinnar vildu forðast samstarf við útlendinga - alveg eins og nú er. En þá leiddi forystan flokkinn til réttra ákvarðana og kvað niður útlendingahræðslu og minnimáttarkennd," segir Helgi. „Sjálfstæðisflokkurinn á því miður ekki slíkum leiðtogum á að skipa nú um stundir. Gildir þá einu hvort átt er við réttkjörna forystumenn eða hina sem ráða flokknum að tjaldabaki," bætir hann við. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, deilir hart á forystu Sjálfstæðisflokksins í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar gerir hann umræðu um Evrópusambandið og aðildarviðræður við sambandið að umfjöllunarefni. Hann vísar í orð Bjarna heitins Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar deilt var um aðild Íslands að EFTA samkomulaginu. „En eðlilegt er, að almenningur spyrji: Ef aðrir, þeir sem okkur eru líkastir að menningu og efnahag, hafa svo góða reynslu, hví skyldum við þá óttast, að reynsla okkar yrði önnur og lakari?" sagði Bjarni árið 1969. Helgi Magnússon segir að núverandi, réttkjörnir forystumenn Sjálfstæðisflokksins, verði að taka þessi orð til sín. „Mikið hefur verið rætt að undanförnu um formannsskipti í ríkisstjórnarflokkunum og að með þeim megi vænta uppbyggilegri vinnubragða í kjölfar kynslóðaskipta. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn að njóta góðs af því að kjósendur kalli eftir nýjum forystumönnum af kynslóð þeirra sem eru kringum fertugt verður forystan að taka til sín þau völd sem henni hafa verið fengin með lögmætum hætti. Þá getur hún ekki lengur unað við það að standa í skugga þeirra sem tilheyra veröld sem var og seilast enn eftir völdum og áhrifum sem þeir höfðu í ríkum mæli á árum áður," segir Helgi. Hann segir að Sjálfstæðisflokkinn virðist vanta dug til að taka djarfar og farsælar ákvarðanir eins og voru einkennandi fyrir stjórnmálamenn sem þorðu að leiða þjóðina inn í Sameinuðu þjóðirnar, NATO, EFTA og EES. Þau skref hafa reynst gæfuspor fyrir landsmenn. „Til þess að vel takist til í hópum og flokkum þarf forystumenn með kjark, góða dómgreind og víðsýni á við Bjarna heitinn Benediktsson forsætisráðherra sem vitnað var til hér í upphafi. Það heyrðust úrtöluraddir á landsfundinum árið 1969 og einangrunarsinnar vildu forðast samstarf við útlendinga - alveg eins og nú er. En þá leiddi forystan flokkinn til réttra ákvarðana og kvað niður útlendingahræðslu og minnimáttarkennd," segir Helgi. „Sjálfstæðisflokkurinn á því miður ekki slíkum leiðtogum á að skipa nú um stundir. Gildir þá einu hvort átt er við réttkjörna forystumenn eða hina sem ráða flokknum að tjaldabaki," bætir hann við.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira