Söngkonan Christina Aguilera er loksins búin að selja glæsihýsi sitt í Beverly Hills sem hún deildi með fyrrverandi eiginmanni sínum, Jordan Bratman. Húsið var í tvö ár á fasteignamarkaðinum en þau Jordan skildu í apríl árið 2011.
Húsið var áður í eigu Osbourne-fjölskyldunnar góðkunnu og seldist á þrettán milljónir dollara, tæpan 1,7 milljarð króna.
Christina er ekki blönk.Húsið er búið sex svefnherbergjum og níu baðherbergjum og er innréttað algjörlega eftir höfði Christinu. Í húsinu er líka bíósalur, líkamsræktarherbergi og herbergi til að pakka inn gjöfum.
Christina og Jordan á meðan allt lék í lyndi.Christina keypti eignina fyrir 11,5 milljónir dollara, tæpan einn og hálfan milljarð króna, byrjaði strax að taka það í gegn og sérhannaði snyrtistofu inni í húsinu.