Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 29-24 Elvar Geir Magnússon skrifar 21. febrúar 2013 14:23 Mynd/Valli Sigurganga FH-inga heldur áfram en liðið vann 29-24 sigur á ÍR á heimavelli sínum í kvöld. Hafnarfjarðarliðið er á hörkusiglingu og var þetta áttundi sigurleikur liðsins í röð. FH er fjórum stigum á eftir grönnum sínum í Haukum sem eru efstir. ÍR-ingum hefur eignig vegnað vel að undanförnu en einhver útivallagrýla herjar á liðið og gengur Breiðhyltingum mun betur á heimavelli. Leikurinn í kvöld var kaflaskiptur. Heimamenn byrjuðu betur en þá duttu gestirnir í svakalegan gír. ÍR náði 8-1 kafla og tóku heimamenn þá leikhlé. Staðan í hálfleik var 12-12 en í seinni hálfleik voru það FH-ingar sem voru betri og unnu á endanum verðskuldaðan fimm marka sigur. Björgvin Hólmgeirsson hélt ÍR-ingum inni í leiknum en betur má ef duga skal. Spilamennska ÍR alltof kaflaskipt í dag. Ragnar Jóhannsson skoraði 7 mörk fyrir FH og þeir Logi Geirsson og Þorkell Magnússon gerðu 5 mörk hvor. Hjá ÍR var Björgvin lang atkvæðamestur með 11 mörk.Sturla: Við klúðruðum þessu"Mér fannst við fara illa að ráði okkar þegar leið á leikinn," sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, eftir leikinn. "Við hefðum getað komist 3-4 mörkum yfir í lok fyrri hálfleiks en klúðruðum og þeir komust inn í leikinn. Svo mætum við ekki tilbúnir og missum þá fram úr. Við gerum röð af mistökum og þá var þetta orðið mjög erfitt." "Þegar það þarf að vinna upp svona forskot má ekkert klikka. Þeir voru bara betri í dag. Við klúðruðum þessu og þeir nýttu sér það. Þetta var bara öruggur fimm marka sigur hjá þeim. Ég verð að viðurkenna það" "Þetta var alltof sveiflukennt. Við erum búnir að spila mjög vel á heimavelli í vetur en bara búnir að vinna einn útileik. Það er bara mjög dapurt og eithvað sem við þurfum að bæta. Engu að síður finnst mér leikur okkar hafa batnað þegar liðið hefur á veturinn. Nú er bara að halda áfram og ná í eins mörg stig og mögulegt er." "FH-ingar hafa verið að spila mjög vel og við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að tapa í Kaplakrikanum. En þegar við skoðum leikinn hefðum við getað gert betur og haft þetta spennandi í lokin."Ásbjörn: Bætast 30-50 við með hverjum sigurleik "Sjálfstraustið er gott og eins og sást í kvöld þá erum við góðir þegar við höldum okkur innan okkar leikskipulags," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH. "Þegar við fórum utan leikskipulagsins voru þeir fljótir að byggja upp smá forskot. Um leið og við komumst aftur inn í skipulagið söxuðum við á þetta og komumst svo aftur yfir." "Einar Andri benti okkur á hvað við vorum að gera rangt í fyrri hálfleik. Um leið og við létum boltann fljóta og hættum þessari óþolinmæði þá gekk sóknarleikurinn. Svo hlupum við hraðaupphlaupin illa í fyrri hálfleik." "Það var gaman að spila þennan leik. Það var fullt af áhorfendum frá útiliðinu, en samt miklu fleiri FH-ingar. Með hverjum sigurleiknum bætast við 30-50 FH-ingar í stúkuna. Við þurfum að halda áfram að vinna til að fá fullt hús í úrslitakeppninni. Það er æðislegt að spila hérna þegar það er full stúka öðru megin. Vonandi þarf að fara að draga út stúkuna hinumegin." Olís-deild karla Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira
Sigurganga FH-inga heldur áfram en liðið vann 29-24 sigur á ÍR á heimavelli sínum í kvöld. Hafnarfjarðarliðið er á hörkusiglingu og var þetta áttundi sigurleikur liðsins í röð. FH er fjórum stigum á eftir grönnum sínum í Haukum sem eru efstir. ÍR-ingum hefur eignig vegnað vel að undanförnu en einhver útivallagrýla herjar á liðið og gengur Breiðhyltingum mun betur á heimavelli. Leikurinn í kvöld var kaflaskiptur. Heimamenn byrjuðu betur en þá duttu gestirnir í svakalegan gír. ÍR náði 8-1 kafla og tóku heimamenn þá leikhlé. Staðan í hálfleik var 12-12 en í seinni hálfleik voru það FH-ingar sem voru betri og unnu á endanum verðskuldaðan fimm marka sigur. Björgvin Hólmgeirsson hélt ÍR-ingum inni í leiknum en betur má ef duga skal. Spilamennska ÍR alltof kaflaskipt í dag. Ragnar Jóhannsson skoraði 7 mörk fyrir FH og þeir Logi Geirsson og Þorkell Magnússon gerðu 5 mörk hvor. Hjá ÍR var Björgvin lang atkvæðamestur með 11 mörk.Sturla: Við klúðruðum þessu"Mér fannst við fara illa að ráði okkar þegar leið á leikinn," sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, eftir leikinn. "Við hefðum getað komist 3-4 mörkum yfir í lok fyrri hálfleiks en klúðruðum og þeir komust inn í leikinn. Svo mætum við ekki tilbúnir og missum þá fram úr. Við gerum röð af mistökum og þá var þetta orðið mjög erfitt." "Þegar það þarf að vinna upp svona forskot má ekkert klikka. Þeir voru bara betri í dag. Við klúðruðum þessu og þeir nýttu sér það. Þetta var bara öruggur fimm marka sigur hjá þeim. Ég verð að viðurkenna það" "Þetta var alltof sveiflukennt. Við erum búnir að spila mjög vel á heimavelli í vetur en bara búnir að vinna einn útileik. Það er bara mjög dapurt og eithvað sem við þurfum að bæta. Engu að síður finnst mér leikur okkar hafa batnað þegar liðið hefur á veturinn. Nú er bara að halda áfram og ná í eins mörg stig og mögulegt er." "FH-ingar hafa verið að spila mjög vel og við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að tapa í Kaplakrikanum. En þegar við skoðum leikinn hefðum við getað gert betur og haft þetta spennandi í lokin."Ásbjörn: Bætast 30-50 við með hverjum sigurleik "Sjálfstraustið er gott og eins og sást í kvöld þá erum við góðir þegar við höldum okkur innan okkar leikskipulags," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH. "Þegar við fórum utan leikskipulagsins voru þeir fljótir að byggja upp smá forskot. Um leið og við komumst aftur inn í skipulagið söxuðum við á þetta og komumst svo aftur yfir." "Einar Andri benti okkur á hvað við vorum að gera rangt í fyrri hálfleik. Um leið og við létum boltann fljóta og hættum þessari óþolinmæði þá gekk sóknarleikurinn. Svo hlupum við hraðaupphlaupin illa í fyrri hálfleik." "Það var gaman að spila þennan leik. Það var fullt af áhorfendum frá útiliðinu, en samt miklu fleiri FH-ingar. Með hverjum sigurleiknum bætast við 30-50 FH-ingar í stúkuna. Við þurfum að halda áfram að vinna til að fá fullt hús í úrslitakeppninni. Það er æðislegt að spila hérna þegar það er full stúka öðru megin. Vonandi þarf að fara að draga út stúkuna hinumegin."
Olís-deild karla Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira