Reykjavíkurborg endurgreiðir súludansnámskeið fyrir börn - Formaður ÍTR með efasemdir Erla Hlynsdóttir skrifar 22. febrúar 2013 12:04 Formaður Íþrótta- og tómstundaráðs setur spurningamerki við að Reykjavíkurborg niðurgreiði námskeið í súluleikfimi fyrir börn og unglinga. Á fundi ráðsins í gærmorgun var samþykkt að leggjast í endurskoðun á reglum um frístundakortið. Heilsuræktarstöðin Pole Sport sem gerir út á líkamshreyfingu við súlu auglýsir nú ný námskeið sem sérstaklega eru ætluð börnum og unglingum á aldrinum tólf til fimmtán ára. Pole Sport er aðili að frístundakorti ÍTR og eru námskeiðin því niðurgreidd af Reykjavíkurborg. „Ég verð að segja að mér var sjálfri pínu brugðið," segir Eva Einarsdóttir og bendir á að hún hafi ekki haft vitneskju um að slíkt námskeið væri niðurgreitt hjá Reykjavíkurborg. Forsvarsmenn þeirra stöðva sem bjóða upp á líkamsrækt við súlu sverja af sér allar tengingar við klámiðnaðinn og súludans sem fram fer á nektarstöðum. Sú tenging er hins vegar til staðar í hugum margra. Þannig veltir Eva því upp hvort niðurgreiðsla á súluleikfimi barna og unglinga samræmist mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar þar sem segir að borgin skuli vinna gegn klámvæðingu. „Auðvitað get ég skilið þau sjónarmið að þetta sé erfið íþrótt. Engu að síður set ég persónulega spurningamerki við þetta, þetta er á gráu svæði," segir hún. Ljóst þykir að fleiri mál gætu komið upp sem þættu á gráu svæði. „Þess vegna settum við í dag fram tillögu á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs um að hópur færi af stað í samvinnu við borgarlögmann til að skoða, og jafnvel þrengja inntökuskilyrði, og kannski bæta inn ákvæðum um að við höfum vald til að neita félagasamtökum þó að þau uppfylli þau skilyrði sem eru núna sett fram í reglum um frístundakortið," segir hún. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Formaður Íþrótta- og tómstundaráðs setur spurningamerki við að Reykjavíkurborg niðurgreiði námskeið í súluleikfimi fyrir börn og unglinga. Á fundi ráðsins í gærmorgun var samþykkt að leggjast í endurskoðun á reglum um frístundakortið. Heilsuræktarstöðin Pole Sport sem gerir út á líkamshreyfingu við súlu auglýsir nú ný námskeið sem sérstaklega eru ætluð börnum og unglingum á aldrinum tólf til fimmtán ára. Pole Sport er aðili að frístundakorti ÍTR og eru námskeiðin því niðurgreidd af Reykjavíkurborg. „Ég verð að segja að mér var sjálfri pínu brugðið," segir Eva Einarsdóttir og bendir á að hún hafi ekki haft vitneskju um að slíkt námskeið væri niðurgreitt hjá Reykjavíkurborg. Forsvarsmenn þeirra stöðva sem bjóða upp á líkamsrækt við súlu sverja af sér allar tengingar við klámiðnaðinn og súludans sem fram fer á nektarstöðum. Sú tenging er hins vegar til staðar í hugum margra. Þannig veltir Eva því upp hvort niðurgreiðsla á súluleikfimi barna og unglinga samræmist mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar þar sem segir að borgin skuli vinna gegn klámvæðingu. „Auðvitað get ég skilið þau sjónarmið að þetta sé erfið íþrótt. Engu að síður set ég persónulega spurningamerki við þetta, þetta er á gráu svæði," segir hún. Ljóst þykir að fleiri mál gætu komið upp sem þættu á gráu svæði. „Þess vegna settum við í dag fram tillögu á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs um að hópur færi af stað í samvinnu við borgarlögmann til að skoða, og jafnvel þrengja inntökuskilyrði, og kannski bæta inn ákvæðum um að við höfum vald til að neita félagasamtökum þó að þau uppfylli þau skilyrði sem eru núna sett fram í reglum um frístundakortið," segir hún.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira