Innlent

Gítarleikari Queen á landinu - aðdáandi fékk mynd á Keflavíkurflugvelli

Stefán ásamt Brian May
Stefán ásamt Brian May MYND/STEBBIEFF/INSTAGRAM
Brian May, gítarleikari rokkhljómsveitarinnar heimsfrægu Queen, er staddur hér á landi ásamt konu sinni. Hjónakornin ætla að taka því rólega á Íslandi en þau lentu á Keflavíkurflugvelli fyrr í dag.

Stefán Freyr Smárason, hjá bílastæðaþjónustu Keflavíkurflugvallar, frétti af komu rokkstjörnunnar og ákvað að freista þess að fá ljósmynd af goðinu.

„Ég er mikill aðdáandi Queen," segir Stefán Freyr. „Þannig að ég ákvað að hinkra við hliðið og reyna að ná tali af Brian og fá að taka eina mynd."

Hjónin tóku vel í þessa hugmynd. Eiginkonan greip þá í myndavélina og tók mynd af Stefáni og Brian."

En hvernig var að hitta stjörnuna?

„Þetta var bara skemmtilegt," segir Stefán. „Ég sagði Brian að ég og pabbi værum miklir aðdáendur, þannig að þessi mynd er líka fyrir hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×