Innlent

Keimlík rán í Kópavogi og Reykjavík

Tvö keimlík rán voru framin á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir miðnætti. Tveir grímuklæddir menn komu inn í verslun í Kópavogi og höfðu þar í hótunum við starfsstúlku, tóku hana hálstaki og neyddu til að opna sjóðsvél. Þeir hrifsuðu eitthvað af peningum og hurfu síðar á braut.

Þá kom maður, sem huldi andlit sitt með klúti, inn í verslun í Reykjavík. Hann hótaði starfsstúlku með einhverju sem líktist hníf og skipaði henni að opna sjóðsvél. Þaðan tók hann eitthvað af peningum og hvarf á braut. Engan sakaði í ránunum tveimur. Lögregla veit ekki hver var þar að verki en málin eru nú í rannsókn.

Fimm voru fluttir á slysadeild á Akureyri eftir árekstur jeppa og fólksbíls í gærkvöldi. Meiðsli fólksins eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slysið átti sér stað við skautahöllina í bænumen jeppinn valt við áreksturinn og endaði á hliðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×