Innlent

Víða skíðað í dag

Opið er víða á skíðasvæðum landsins í dag og má þar nefna bæði skíðasvæðið í Stafadal þar sem verður opið frá tíu til sextán og í Böggvistaðafjalli við Dalvík til klukkan sautján. Í Oddsskarði verður einnig opið til sextán.

Þá er opið á Vetrarhátíð í Tindastóli til fjögur í dag en þar verður margt í boði en í kvöld verður meðal annars mikil skemmtun í Reiðhöllinni. Þá er opið í Hliðarfjalli á Akureyri í dag en lokað er bæði í Bláfjöllum og Skálafelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×