Lífið

Leitar að húsi í Hollywood

Sænski leikarinn Alexander Skarsgård var glaður í bragði er hann rölti um Hollywood á föstudaginn og leitaði sér að nýju húsi.

Þessi 36 ára hjartaknúsari, sem er hvað þekktastur úr sjónvarpsþáttaseríunni True Blood, keypti hús í Hollywood á síðasta ári. Það kostaði hann 1,85 milljónir dollara, um 235 milljónir króna, en nú vill hann greinilega bæta öðru við í safnið.

Nóg að gera.
Það er allt á uppleið hjá Alexander því það var tilkynnt nýlega að umboðsskrifstofa hans Principal Entertainment hafi sameinast umboðsskrifstofunni The Gotham Group. Það þýðir bara meiri umsvif hjá þessum geðþekka leikara.

Tók af sér sólgleraugun í smá stund.
Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.