Innlent

Tvö þúsund silfurgripir á Þjóðminjasafninu

Yfir tvö þúsund silfurgripir eru til sýnis í nýrri hátíðarsýningu Þjóðminjasafnsins sem opnuð var í dag. Uppstilling sýningarinnar á að minna á silfurhelli segir sýningarhönnuðurinn. Jóhanna Margrét Gísladóttir, fréttamaður Stöðvar 2, leit við og hitti meðal annars unga leiðsögumenn.

Í tilefni hundrað og fimmtíu ára afmælis Þjóðminjasafnsins var opnuð í dag vegleg sýning þar sem silfur safnsins fær að njóta sín en uppsetningin á að minna á silfurhelli.

„Það má eiginlega segja að hugmyndin hafi komið úr Þríhnúkagíg, hafa komið inn í hann og séð hellatilfinningu og litina sem þar eru þanngi það má eiginlega tekið það beint til þeirrar ferðar síðastliðið sumar," segir Steinunn Sigurðardóttir sýningarhönnuður.

Hún segir það hafa komið henni á óvart hvað mikið af munum var til í fórum safnsins.

„Ef við ætluðum að kafa ofan í sögu þessarra tvö þúsund hltu sem hér eru þá er það mikil verðmæti því hver og einn hlutur er með stóra sögu á bak við sig, fólkið sem smíðaði það, átti það og mér finnst þetta mikill fjársjóður fyrir íslensku þjóðina," segir Steinunn.

Þá mátti einnig finna á safninu í dag unga leiðsögumenn sem sögðu frá sínum uppáhaldsgripum eins og til dæmis grímu frá sautjándu öld.

Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×