Innlent

"Okkar kjötbollur eru framleiddar á Íslandi"

vísir/aðsend
„Okkar kjötbollur eru framleiddar á Íslandi," segir Stefán Dagsson, verslunarstjóri Ikea á Íslandi.

Hrossakjöt hefur fundist í kjötbollum sem framleiddar eru í Svíþjóð fyrir húsgagnaverslunarkeðjuna Ikea. Stefán segir að þær bollur séu ekki seldar á Íslandi.

„Þetta á við bæði þær bollur sem við seljum á veitingastaðnum og þær sem hægt er að kaupa og taka með heim," segir hann. Það er íslenska fyrirtækið Norðlenska sem framleiðir bollurnar.

Hrossakjötshneykslið hefur skekið alla Evrópu um mánaðaskeið. Hrossakjöt, sem selt var sem nautakjöt, fannst fyrst í unnum kjötvörum á Bretlandi og á Írlandi. Síðan þá hefur hneykslið borist til annarra landa og hafa meðal annars vörur á Íslandi verið innkallaðar vegna þess.


Tengdar fréttir

Fundu hrossakjöt í kjötbollum frá Ikea

Tékkneska matvælaeftirlitið hefur fundið hrossakjöt í kjötbollum sem eru framleiddar í Svíþjóð fyrir Ikea. Hrossakjötshneykslið hefur skekið alla Evrópu um mánaðaskeið. Hrossakjöt, sem selt var sem nautakjöt, fannst fyrst í unnum kjötvörum á Bretlandi og á Írlandi. Síðan þá hefur hneykslið borist til annarra landa og hafa meðal annars vörur á Íslandi verið innkallaðar vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×