Innlent

Sautján ára ökumaður undir áhrifum fíkniefna

Tveir ökumenn voru handteknir um helgina vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Annar ökumannanna, karlmaður um tvítugt, var hvorki með ökuskírteini né persónuskilríki meðferðis. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að hann hafði neytt kannabisefna.

Hinn ökumaðurinn, sautján ára piltur, reyndist einnig hafa neytt kannabisefna. Lögregla hafði samband við foreldra hans, auk þess sem barnaverndarnefnd Reykjanessbæjar var gert viðvart um málið. Þá var einn ökumaður til viðbótar handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×