Innlent

Formaður Sjálfstæðisfélags Álftaness segir af sér

Sveinn Ingi Lýðsson hefur sagt af sér sem formaður stjórnar Sjálfstæðisfélags Álftaness. Þetta kemur fram á Eyjubloggi hans.

Ástæðan er óánægja með að Bjarni Benediktsson sé áfram formaður flokksins og afstaða nýliðins landsfundar flokksins um að hætta beri samningaviðræðum við Evrópusambandið.

Sveinn Ingi vildi að Bjarni hefði haft þann kjark og þor að víkja fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttir.

Þá nefnir Sveinn Ingi það sem hann kallar dæmalausa dellusamþykkt um að loka Evrópustofu og spyr hvort bókabrennur séu næst á dagskrá flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×