Íslenskt gullæði í uppsiglingu? Hugrún Halldórsdóttir skrifar 27. febrúar 2013 19:17 Það gæti reynst hagkvæmt að vinna gull úr bergi í Þormóðsdal en það er ríkara af gulli en það berg sem finnst í nágrannalöndum Íslands, segir jarðfræðingur. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá hin svokölluðu gullleitarsvæði okkar Íslendinga, en gulir liturinn sýnir þau svæði sem Íslendingar hafa leitarleyfi á í dag. Gullleitarmenn renna nú hýrum augum til bergsins í Þormóðsdals, þó svo að þar hafi áður verið leitað, en samkvæmt niðurstöðum nýrra rannsókna er gullþéttleiki bergsins 400 milljónustu hlutar eða 400 grömm af gulli í hverju tonni.„Ég held að þetta sé alveg óvenjulega gullríkt berg þarna, jafnvel miðað við mörg lönd umhverfis okkur. Þetta er tiltölulega hreint gull, það er lítið af þungmálmum í þessu þannig að ég held að við þurfum ekki að hafa neinar óskaplega miklar áhyggjur af því," segir Hjalti Fransson, jarðfræðingur hjá ÍSOR. „Og það eru væntingar um að það gæti reynst hagkvæmt til vinnslu bara vegna þess hvað það er mikið af því á afmörkuðu svæði." Fyrirtækin Melmi og málmís hafa staðið að gullrannsóknunum í Þormóðsdal en eigendur þeirra eru Nýsköpunarmiðstöð, Ísor og atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Þessi hópur hefur svo notið liðsinnis breskra sérfræðinga. „Við erum að ræða við þessa bresku samaðila okkar um að taka næsta skref sem er miklu nærri því að vinna efnið en náttúrulega bíður þetta umhverfismats og svo framvegis og svo framvegis," segir Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.Sp. blm. Er eitthvað af þessu að hafa? „Kílóið af gulli á heimsmarkaði er 6 og hálf milljón svo í tonni ætla ég að finna kannski hálf kíló af gulli þannig að það er heilmikið að hafa."Sp. blm. En eignarhaldið á þessu, hver er það sem myndi fá ágóðann? „Í dag er þetta dálítið mikið í eigu opinberra aðila en það sem kannski gerist núna er að breskir aðilar fara að fjármagna og þeir munu eðlilega eiga tilkall til stærri hlutar og væntanlega verður þetta gert þannig að það verður fengið áhættufjármagn inn í verkefnið.Sp. blm. En við hljótum að njóta góðs af þessu? „Sannarlega, sannarlega," svarar Þorsteinn Ingi. Hægt verður að skoða bergið úr Þormóðsdal á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á morgun en stóra spurningin er, hvað á að gera við gullið ef það reynist í vinnanlegu magni. „Já já, bara búa bara til nógu marga gullhring handa konunum okkar. En þetta er jarðræn auðlind og okkur ber náttúrulega að taka hana sem slíka." Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Sjá meira
Það gæti reynst hagkvæmt að vinna gull úr bergi í Þormóðsdal en það er ríkara af gulli en það berg sem finnst í nágrannalöndum Íslands, segir jarðfræðingur. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá hin svokölluðu gullleitarsvæði okkar Íslendinga, en gulir liturinn sýnir þau svæði sem Íslendingar hafa leitarleyfi á í dag. Gullleitarmenn renna nú hýrum augum til bergsins í Þormóðsdals, þó svo að þar hafi áður verið leitað, en samkvæmt niðurstöðum nýrra rannsókna er gullþéttleiki bergsins 400 milljónustu hlutar eða 400 grömm af gulli í hverju tonni.„Ég held að þetta sé alveg óvenjulega gullríkt berg þarna, jafnvel miðað við mörg lönd umhverfis okkur. Þetta er tiltölulega hreint gull, það er lítið af þungmálmum í þessu þannig að ég held að við þurfum ekki að hafa neinar óskaplega miklar áhyggjur af því," segir Hjalti Fransson, jarðfræðingur hjá ÍSOR. „Og það eru væntingar um að það gæti reynst hagkvæmt til vinnslu bara vegna þess hvað það er mikið af því á afmörkuðu svæði." Fyrirtækin Melmi og málmís hafa staðið að gullrannsóknunum í Þormóðsdal en eigendur þeirra eru Nýsköpunarmiðstöð, Ísor og atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Þessi hópur hefur svo notið liðsinnis breskra sérfræðinga. „Við erum að ræða við þessa bresku samaðila okkar um að taka næsta skref sem er miklu nærri því að vinna efnið en náttúrulega bíður þetta umhverfismats og svo framvegis og svo framvegis," segir Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.Sp. blm. Er eitthvað af þessu að hafa? „Kílóið af gulli á heimsmarkaði er 6 og hálf milljón svo í tonni ætla ég að finna kannski hálf kíló af gulli þannig að það er heilmikið að hafa."Sp. blm. En eignarhaldið á þessu, hver er það sem myndi fá ágóðann? „Í dag er þetta dálítið mikið í eigu opinberra aðila en það sem kannski gerist núna er að breskir aðilar fara að fjármagna og þeir munu eðlilega eiga tilkall til stærri hlutar og væntanlega verður þetta gert þannig að það verður fengið áhættufjármagn inn í verkefnið.Sp. blm. En við hljótum að njóta góðs af þessu? „Sannarlega, sannarlega," svarar Þorsteinn Ingi. Hægt verður að skoða bergið úr Þormóðsdal á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á morgun en stóra spurningin er, hvað á að gera við gullið ef það reynist í vinnanlegu magni. „Já já, bara búa bara til nógu marga gullhring handa konunum okkar. En þetta er jarðræn auðlind og okkur ber náttúrulega að taka hana sem slíka."
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Sjá meira