Staðreynd að neysla kannabisefna getur valdið geðrofi Helga Arnardóttir skrifar 27. febrúar 2013 21:00 Neysla kannabisefna getur aukið hættuna á því að fólk fái geðrofssjúkdóm á borð við geðklofa og ungt fólk sem byrjar slíka neyslu snemma er í sérstökum áhættuhóp. Þessi sami hópur getur líka fengið geðrofssjúkdóma seinna á ævinni. Þetta segir geðlæknir sem telur litla umræðu vera um skaðsemi kannabisefna. Tengsl kannabisneyslu og geðsjúkdóma hafa lítið verið rædd en það er staðreynd að neysla slíkra efna getur haft mikil áhrif á þróun geðraskana. Erlendar rannsóknir sýna að 60% ungs fólks sem glímir við geðrofssjúkdóma hefur neytt kannabisefna síðustu 12 mánaða. Nanna Briem geðlæknir starfar á endurhæfingardeild fyrir ungt fólk með byrjunareinkenni geðrofssjúkdóma. „Bæði virðist kannabis geta eitt og sér valdið geðrofseinkennum og þá talar maður um geðrof af völdum vímuefna eða kannabis sem þá gengur yfir þegar efnið er farið úr líkamanum. Samt sem áður er það þannig að þessi hópur sem fær geðrof eingöngu af völdum kannabis er líklegri í framtíðinni en aðrir hópar að þróa með sér geðrofssjúkdóm. Í rauninni má segja að kannabis geti virkað sem einhvers konar kveikja fyrir því að sjúkdómurinn brjótist fram." Fólk sé misjafnlega viðkvæmt fyrir og bregst ólíkt við kannabisefninu. „Það kemur líka í ljós að þeir sem reykja mikið kannabis og sérstaklega frá ungum aldri, þeir eru líklegir til að þróa með sér geðklofa og líka líklegir til að fá sjúkdóminn fyrr heldur en þeir sem þróa með sér geðrofssjúkdóma og hafa ekki verið að reykja." Nanna segir að þeir sem glími við geðrofssjúkdóma og reyki kannabis samhliða því fái yfirleitt alvarlegri sjúkdómseinkenni sem erfiðara sé að meðhöndla og séu oftar lagðir inn á spítala. „Kannabisefni sem er það algengasta og mest notaða ólöglega vímuefni hefur einhvern veginn fengið ótrúlega jákvæða umfjöllun og þessar neikvæðu hliðar hafa til dæmis mjög lítið verið teknar fyrir. Þetta er skaðlegt efni og það gleymist algerlega í umræðunni," segir Nanna Briem. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Neysla kannabisefna getur aukið hættuna á því að fólk fái geðrofssjúkdóm á borð við geðklofa og ungt fólk sem byrjar slíka neyslu snemma er í sérstökum áhættuhóp. Þessi sami hópur getur líka fengið geðrofssjúkdóma seinna á ævinni. Þetta segir geðlæknir sem telur litla umræðu vera um skaðsemi kannabisefna. Tengsl kannabisneyslu og geðsjúkdóma hafa lítið verið rædd en það er staðreynd að neysla slíkra efna getur haft mikil áhrif á þróun geðraskana. Erlendar rannsóknir sýna að 60% ungs fólks sem glímir við geðrofssjúkdóma hefur neytt kannabisefna síðustu 12 mánaða. Nanna Briem geðlæknir starfar á endurhæfingardeild fyrir ungt fólk með byrjunareinkenni geðrofssjúkdóma. „Bæði virðist kannabis geta eitt og sér valdið geðrofseinkennum og þá talar maður um geðrof af völdum vímuefna eða kannabis sem þá gengur yfir þegar efnið er farið úr líkamanum. Samt sem áður er það þannig að þessi hópur sem fær geðrof eingöngu af völdum kannabis er líklegri í framtíðinni en aðrir hópar að þróa með sér geðrofssjúkdóm. Í rauninni má segja að kannabis geti virkað sem einhvers konar kveikja fyrir því að sjúkdómurinn brjótist fram." Fólk sé misjafnlega viðkvæmt fyrir og bregst ólíkt við kannabisefninu. „Það kemur líka í ljós að þeir sem reykja mikið kannabis og sérstaklega frá ungum aldri, þeir eru líklegir til að þróa með sér geðklofa og líka líklegir til að fá sjúkdóminn fyrr heldur en þeir sem þróa með sér geðrofssjúkdóma og hafa ekki verið að reykja." Nanna segir að þeir sem glími við geðrofssjúkdóma og reyki kannabis samhliða því fái yfirleitt alvarlegri sjúkdómseinkenni sem erfiðara sé að meðhöndla og séu oftar lagðir inn á spítala. „Kannabisefni sem er það algengasta og mest notaða ólöglega vímuefni hefur einhvern veginn fengið ótrúlega jákvæða umfjöllun og þessar neikvæðu hliðar hafa til dæmis mjög lítið verið teknar fyrir. Þetta er skaðlegt efni og það gleymist algerlega í umræðunni," segir Nanna Briem.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira