Innlent

Loðnuskipin streyma á miðin

Loðnuskipin streyma nú á miðin undan Landeyjasandi eftir brælu og hefjast veiðar væntanlega af fullum krafti í dag.

Búist er við að hrognafrysting hefjist um helgina, en þá eru hrognin kreist úr hrygnunni og þau fryst, en hrygnan og hængurinn fara svo í bræðslu.

Fulltrúar kaupenda eru þegar komnir hingað til lands til að fylgjast með frystingunni og verið er að ráða í öll þau aukastörf, sem skapast tímabundið við hrognafrystinguna. Söluhorfur á frystum loðnuhrognum eru góðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×