Innlent

Hí fær að nota erfðabreyttar mýs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tilraunadýr við HÍ.
Tilraunadýr við HÍ.
Umhverfisstofnun hefur veitt Háskóla Íslands leyfi fyrir afmarkaðri starfsemi með erfðabreyttar mýs. Um er að ræða tilraunir á músum þar sem rannsökuð eru áhrif á myndun sortuæxla. Rekstraraðila er heimil notkun á erfðabreyttum músum til tilrauna í dýraaðstöðu VRIII byggingar, undir eftirliti dýralækna við Tilraunastöð Háskólans í Meinafræði á Keldum.

Umsagnaraðilar voru ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitið. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur lagði einróma til að leyfið yrði veitt. Vinnueftirlitið skoðaði vinnuaðstöðuna í VRIII og gerði ekki athugasemd við vinnuaðstöðuna.

Meira má lesa um málið á vef Umhverfisstofnunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×