Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 20-19 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 28. febrúar 2013 11:07 FH vann mikilvægan sigur á Aftureldingu 20-19 í Kaplakrika í kvöld en liðin náðu sér hvorugt almennilega á strik í leiknum. Afturelding fékk dauðafæri á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en Daníel Freyr Andrésson varði hraðaupphlaup frá Benedikt Reyni Kristinssyni. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum tók þessar myndir hér fyrir ofan. Gengi Aftureldingar heldur áfram að vera dapurt og Konráð Ólafsson, nýráðinn þjálfari liðsins, á mikið verk óunnið með liðið ef þeir ætla halda sér í deildinni. Gestirnir frá Mosfellsbænum byrjuðu leikinn betur og komust í 2-0. Það tók FH-inga heilar átta mínútur að komast á blað og skora sitt fyrsta mark í leiknum en það sem bjargaði þeim að hvorugt liðið var að leika góðan handbolta. Liðin áttu bæði í vandræðum með sóknarleik sinn og fátt virtist ganga upp. Þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan 6-6 og hörmulegur handbolti í gangi hjá báðum liðum. Þegar flautað var til hálfleik var síðan staðan enn jöfn 9-9 og þjálfarar beggja liða þurftu væntanlega að messa vel yfir sínum mönnum. Það hresstist aðeins uppá leikinn til að byrja með í síðari hálfleiknum og allt leit út fyrir að liðin væru að komast í gang. Svo var í raun ekki og fyrstu fimmtán mínútur síðari hálfleiksins voru liðin enn í vandræðum. FH-ingar komust samt sem áður í 15-13 þegar hálfleikurinn var hálfnaður og voru hægt og bítandi að vinna sig inní leikinn. FH-ingar voru sterkari næstu mínúturnar og voru tveim mörkum yfir 18-16 þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Það var varnarleikur liðsins og markvarsla sem hélt þeim á floti. Leikmenn Aftureldingar virtust vera búnir með tankinn og sóknarleikur þeirra virkilega hugmyndasnauður. Gestirnir gáfust aldrei upp og seldu sig virkilega dýrt undir lokin. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 20-19 þegar Benedikt Reynir Kristinsson stal boltanum, brunaði upp völlinn og fékk algjört dauðafæri en Daníel Freyr Andrésson varði frábærlega. Niðurstaðan frábær sigur FH. Einar Andri: Sýndum mikinn karakter í kvöld„Ég er ánægður með sigurinn, við sýndum karakter að halda þetta út," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Við fórum töluvert illa að ráði okkar undir lokin þegar við hleyptum þessum upp í spennu og hefðum átt að klára þetta á meira sannfærandi hátt." „Maður getur ekkert tekið af Mosfellingum eftir leikinn í kvöld. Þeir börðust alveg eins og ljón, sýndu frábæran varnarleik og Davíð (Svansson) var frábær í markinu." „Við erum oft á tíðum búnir að lenda í spennandi leikjum og ég er gríðarlega ánægður með það hvar við náum oftast á klára slíka leiki, það sýnir karakter." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Konráð: Upplifi í raun sigur„Ég upplifi eiginlega bara sigur eftir þennan leik," sagði Konráð Ólafsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að spila rosalega góðan handbolta í kvöld, sérstaklega vörn og markvörslu. FH-ingar eru með mjög sterkt lið en við gefumst aldrei upp í kvöld. Það fór að blása heldur gegn okkur undir lokin en strákarnir héldu alltaf áfram." „Við náum síðan að vinna okkur inn í þetta lokafæri sem er bara stöngin út, stöngin inn og ég er bara sáttur við þessa frammistöðu." „Það er virkilega gaman að vera komin aftur í íslenskan handbolta," sagði Konráð að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Mynd/Stefán Olís-deild karla Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira
FH vann mikilvægan sigur á Aftureldingu 20-19 í Kaplakrika í kvöld en liðin náðu sér hvorugt almennilega á strik í leiknum. Afturelding fékk dauðafæri á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en Daníel Freyr Andrésson varði hraðaupphlaup frá Benedikt Reyni Kristinssyni. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum tók þessar myndir hér fyrir ofan. Gengi Aftureldingar heldur áfram að vera dapurt og Konráð Ólafsson, nýráðinn þjálfari liðsins, á mikið verk óunnið með liðið ef þeir ætla halda sér í deildinni. Gestirnir frá Mosfellsbænum byrjuðu leikinn betur og komust í 2-0. Það tók FH-inga heilar átta mínútur að komast á blað og skora sitt fyrsta mark í leiknum en það sem bjargaði þeim að hvorugt liðið var að leika góðan handbolta. Liðin áttu bæði í vandræðum með sóknarleik sinn og fátt virtist ganga upp. Þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan 6-6 og hörmulegur handbolti í gangi hjá báðum liðum. Þegar flautað var til hálfleik var síðan staðan enn jöfn 9-9 og þjálfarar beggja liða þurftu væntanlega að messa vel yfir sínum mönnum. Það hresstist aðeins uppá leikinn til að byrja með í síðari hálfleiknum og allt leit út fyrir að liðin væru að komast í gang. Svo var í raun ekki og fyrstu fimmtán mínútur síðari hálfleiksins voru liðin enn í vandræðum. FH-ingar komust samt sem áður í 15-13 þegar hálfleikurinn var hálfnaður og voru hægt og bítandi að vinna sig inní leikinn. FH-ingar voru sterkari næstu mínúturnar og voru tveim mörkum yfir 18-16 þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Það var varnarleikur liðsins og markvarsla sem hélt þeim á floti. Leikmenn Aftureldingar virtust vera búnir með tankinn og sóknarleikur þeirra virkilega hugmyndasnauður. Gestirnir gáfust aldrei upp og seldu sig virkilega dýrt undir lokin. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 20-19 þegar Benedikt Reynir Kristinsson stal boltanum, brunaði upp völlinn og fékk algjört dauðafæri en Daníel Freyr Andrésson varði frábærlega. Niðurstaðan frábær sigur FH. Einar Andri: Sýndum mikinn karakter í kvöld„Ég er ánægður með sigurinn, við sýndum karakter að halda þetta út," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Við fórum töluvert illa að ráði okkar undir lokin þegar við hleyptum þessum upp í spennu og hefðum átt að klára þetta á meira sannfærandi hátt." „Maður getur ekkert tekið af Mosfellingum eftir leikinn í kvöld. Þeir börðust alveg eins og ljón, sýndu frábæran varnarleik og Davíð (Svansson) var frábær í markinu." „Við erum oft á tíðum búnir að lenda í spennandi leikjum og ég er gríðarlega ánægður með það hvar við náum oftast á klára slíka leiki, það sýnir karakter." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Konráð: Upplifi í raun sigur„Ég upplifi eiginlega bara sigur eftir þennan leik," sagði Konráð Ólafsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að spila rosalega góðan handbolta í kvöld, sérstaklega vörn og markvörslu. FH-ingar eru með mjög sterkt lið en við gefumst aldrei upp í kvöld. Það fór að blása heldur gegn okkur undir lokin en strákarnir héldu alltaf áfram." „Við náum síðan að vinna okkur inn í þetta lokafæri sem er bara stöngin út, stöngin inn og ég er bara sáttur við þessa frammistöðu." „Það er virkilega gaman að vera komin aftur í íslenskan handbolta," sagði Konráð að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Mynd/Stefán
Olís-deild karla Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira