"Snýst alls ekki um mína persónu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2013 15:40 Kristján Þór Júlíusson var um helgina endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins. Athyglisverð tillaga um breytingu á hlutverki embættisins var lögð fyrir landsfundinn og samþykkt. „Hún (innsk: breytingin) þýðir, eins og hún liggur fyrir, að sami einstaklingur geti ekki gegnt ráðherraembætti og á sama tíma verið annar formaður flokksins," segir Kristján Þór í samtali við Vísi. Hann þvertekur fyrir að nýju reglurnar takmarki á einhvern hátt hans möguleika innan flokksins. „Nei, alls ekki. Þetta snýst alls ekki um mína persónu og á ekki að gera," segir Kristján Þór sem talaði þó gegn tillögunni. Ekkert væri að því að dreifa verkum á herðar fleiri. Þó væri verið að gera breytingu á meginreglu flokksins að allir væru í kjöri alltaf. „Ég mæltist nú til þess að við gæfum okkur betri tíma til þess að ræða svona mikla breytingu á kjöri til embætta áður en við afgreiddum hana. En það var ekki meirihluti fyrir því," segir Kristján Þór. Aðspurður hver tilgangur breytingarinnar væri sagði hann flutningsmenn tillögunnar best til fallna að útskýra það. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð stóðu að tillögunni. Elliði segir af og frá að tillagan snúi að nokkru leyti um persónu Kristjáns Þórs Júlíussonar. „Þegar þetta embætti var kynnt fyrir mér sem landsfundarfulltrúa þá var það gert á þeim forsendum að þetta ætti að vera grasrótarmanneskja fyrst og fremst. Því hef ég alla tíð verið þeirrar skoðunar að þetta ætti ekki að vera aðili úr þingflokknum. Þetta ætti að vera manneskja sem breikkar forystuna en verður ekki einn þingmaður í viðbót. Það snýst ekki um Kristján Þór Júlíusson frekar en nokkurn annan," segir Elliði í samtali við Vísi. Aðspurður hvað myndi gerast ef 2. varaformaður tæki að sér ráðherraembætti segir Elliði: „Flokksráð myndi kjósa í þetta embætti eins og í þetta skipti sem kosið var í stöðuna," segir Elliði. Kosið var í embætti 2. varaformanns í fyrsta skipti á liðnu ári. Þá hafði Kristján Þór betur í baráttu við Geir Jón Þórisson í annarri umferð kosningar. Í fyrstu umferð hafði enginn frambjóðandi meirihluta en auk Kristjáns Þórs og Geirs Jóns buðu Aldís Hafsteinsdóttir og Jens Garðar Helgason sig fram. Elliði ítrekar að embætti Sjálfstæðisflokksins séu stærri en þau nöfn sem embættin skipa. Sjálfstæðismaðurinn Stefán Friðrik Stefánsson heldur því fram í samtali við Akureyri-vikublað að tillögunni sé beint að Kristjáni Þór. „Maður þyrfi að vera einkennilega innréttaður til þess að líta á æðstu embætti Sjálfstæðisflokksins sem minni en þær persónur sem gegna þeim tímabundið. Það er alveg ljóst í mínum huga að þessi embætti eru stærri en persónurnar. Á það jafnt við um formann, varaformann og annan varaformann," segir Elliði. Tengdar fréttir Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson var um helgina endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins. Athyglisverð tillaga um breytingu á hlutverki embættisins var lögð fyrir landsfundinn og samþykkt. „Hún (innsk: breytingin) þýðir, eins og hún liggur fyrir, að sami einstaklingur geti ekki gegnt ráðherraembætti og á sama tíma verið annar formaður flokksins," segir Kristján Þór í samtali við Vísi. Hann þvertekur fyrir að nýju reglurnar takmarki á einhvern hátt hans möguleika innan flokksins. „Nei, alls ekki. Þetta snýst alls ekki um mína persónu og á ekki að gera," segir Kristján Þór sem talaði þó gegn tillögunni. Ekkert væri að því að dreifa verkum á herðar fleiri. Þó væri verið að gera breytingu á meginreglu flokksins að allir væru í kjöri alltaf. „Ég mæltist nú til þess að við gæfum okkur betri tíma til þess að ræða svona mikla breytingu á kjöri til embætta áður en við afgreiddum hana. En það var ekki meirihluti fyrir því," segir Kristján Þór. Aðspurður hver tilgangur breytingarinnar væri sagði hann flutningsmenn tillögunnar best til fallna að útskýra það. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð stóðu að tillögunni. Elliði segir af og frá að tillagan snúi að nokkru leyti um persónu Kristjáns Þórs Júlíussonar. „Þegar þetta embætti var kynnt fyrir mér sem landsfundarfulltrúa þá var það gert á þeim forsendum að þetta ætti að vera grasrótarmanneskja fyrst og fremst. Því hef ég alla tíð verið þeirrar skoðunar að þetta ætti ekki að vera aðili úr þingflokknum. Þetta ætti að vera manneskja sem breikkar forystuna en verður ekki einn þingmaður í viðbót. Það snýst ekki um Kristján Þór Júlíusson frekar en nokkurn annan," segir Elliði í samtali við Vísi. Aðspurður hvað myndi gerast ef 2. varaformaður tæki að sér ráðherraembætti segir Elliði: „Flokksráð myndi kjósa í þetta embætti eins og í þetta skipti sem kosið var í stöðuna," segir Elliði. Kosið var í embætti 2. varaformanns í fyrsta skipti á liðnu ári. Þá hafði Kristján Þór betur í baráttu við Geir Jón Þórisson í annarri umferð kosningar. Í fyrstu umferð hafði enginn frambjóðandi meirihluta en auk Kristjáns Þórs og Geirs Jóns buðu Aldís Hafsteinsdóttir og Jens Garðar Helgason sig fram. Elliði ítrekar að embætti Sjálfstæðisflokksins séu stærri en þau nöfn sem embættin skipa. Sjálfstæðismaðurinn Stefán Friðrik Stefánsson heldur því fram í samtali við Akureyri-vikublað að tillögunni sé beint að Kristjáni Þór. „Maður þyrfi að vera einkennilega innréttaður til þess að líta á æðstu embætti Sjálfstæðisflokksins sem minni en þær persónur sem gegna þeim tímabundið. Það er alveg ljóst í mínum huga að þessi embætti eru stærri en persónurnar. Á það jafnt við um formann, varaformann og annan varaformann," segir Elliði.
Tengdar fréttir Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27