Innlent

Dæmdur fyrir að ganga í skrokk á fyrrverandi sambýliskonu sinni

Maðurinn er búsettur á Selfossi.
Maðurinn er búsettur á Selfossi.
Karlmaður fæddur 1980 var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til fimm ára fyrir að ganga í skrokk á þáverandi sambýliskonu sinni, sem er jafnframt barnsmóðir hans, í október á síðasta ári. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að brjóta rúður í bifreið í umsjá konunnar.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í dag en þar kemur fram að sakaferill mannsins nái til ársins 1997. Þá hefur maðurinn verið dæmdur í nálgunarbann gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Í dómsorði kemur fram að það sé honum til refsiþyngingar að brotin beindust að sambýliskonu og barnsmóður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×