Samdi sexý mix fyrir eina af stærstu netverslunum heims Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 12. febrúar 2013 09:30 Skjáskot af ssense.com. Það kannast margir við Loga Pedro Stefánsson úr hljómsveitinni Retro Stefson, en hann semur einnig tónlist og vinnur sem plötusnúður undir nafninu Pedro Pilatus. Umsjónarmenn einnar af stærstu hátísku netverslunum heims, Ssense.com, heilluðust af tónlist Loga, höfðu samband við hann og fengu til að semja mix sem er nú spilað í búðinni. Ssense.com selur klæðnað frá háklassa hönnuðum á borð Givenchy, Balmain, Lanvin Alexander Wang og Rick Owens. Lífið forvitnaðist um málið.Pedro Pilatus þeytir skífum. Mynd: Magnús Elvar.Hvernig kom til að Ssense.com höfðu samband og báðu þig um að taka þátt í þessu? Ssense hafa verið með svona mixseríur þar sem þau fá raftónlistarmenn til að taka upp mix sem þeir spila svo í búðunum. Mér finnst rosalega mikill heiður að hafa verið beðinn um að taka þátt í þessu þar sem það hafa verið mjög stór nöfn að mixa á undan mér, t.d. LV, How To Dress Well og Teen Daze. Þau höfðu samband við umboðsmanninn minn og spurðu hvort ég gæti verið til í þetta. Sögðust hafa verið að fygjast með mixunum mínum á SoundCloud, fundist þau eitthvað sexý og vildu fá mig til að mixa fyrir sig.Umfjöllun um Loga og mixið sjálft á Ssense.comHvernig hafa viðbrögðin verið? Mjög góð. Ég setti til dæmis eitt lag af plötunni hennar Azealia Banks í mixið og gaurinn sem samdi lagið kommentaði undir það á Seense. Hann hafði þá tekið upp sambærilegt mix fyrir búðina nokkrum mánuðum fyrr. Þannig ég er rosa sáttur með viðbrögðin enn sem komið er.Logi Pedro Stefánsson. Mynd: Magnús Leifsson.Er eitthvað spennandi á döfinni hjá Pedro Pilatus eða Retro Stefson? Já algjörlega. Ég gaf út fyrstu smáskífuna mina í nóvember síðastliðnum og hún lenti strax í topp 20 yfir bassamúsík á stærstu danstónlistarsíðu Breta, Juno Records. Svo er vonandi stutt í næstu smáskífu en ég hef verið í viðræðum við nokkur útgáfufyrirtæki. Ég er að fara að spila á Sónar næstu helgi og það verður í fyrsta skipti sem ég mun spila live síðan á Airwaves 2009. Retro Stefson er að túra frá lok mars fram í byrjun maí um alla Evrópu og ég stefni á að taka nokkur Pedro Pilatus dj sett eftir tónleikana á þeim túr. Það er nóg að gera. Mixið sem Logi gerði fyrir Ssense má finna hér. Pedro Pilatus á Facebook. Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Það kannast margir við Loga Pedro Stefánsson úr hljómsveitinni Retro Stefson, en hann semur einnig tónlist og vinnur sem plötusnúður undir nafninu Pedro Pilatus. Umsjónarmenn einnar af stærstu hátísku netverslunum heims, Ssense.com, heilluðust af tónlist Loga, höfðu samband við hann og fengu til að semja mix sem er nú spilað í búðinni. Ssense.com selur klæðnað frá háklassa hönnuðum á borð Givenchy, Balmain, Lanvin Alexander Wang og Rick Owens. Lífið forvitnaðist um málið.Pedro Pilatus þeytir skífum. Mynd: Magnús Elvar.Hvernig kom til að Ssense.com höfðu samband og báðu þig um að taka þátt í þessu? Ssense hafa verið með svona mixseríur þar sem þau fá raftónlistarmenn til að taka upp mix sem þeir spila svo í búðunum. Mér finnst rosalega mikill heiður að hafa verið beðinn um að taka þátt í þessu þar sem það hafa verið mjög stór nöfn að mixa á undan mér, t.d. LV, How To Dress Well og Teen Daze. Þau höfðu samband við umboðsmanninn minn og spurðu hvort ég gæti verið til í þetta. Sögðust hafa verið að fygjast með mixunum mínum á SoundCloud, fundist þau eitthvað sexý og vildu fá mig til að mixa fyrir sig.Umfjöllun um Loga og mixið sjálft á Ssense.comHvernig hafa viðbrögðin verið? Mjög góð. Ég setti til dæmis eitt lag af plötunni hennar Azealia Banks í mixið og gaurinn sem samdi lagið kommentaði undir það á Seense. Hann hafði þá tekið upp sambærilegt mix fyrir búðina nokkrum mánuðum fyrr. Þannig ég er rosa sáttur með viðbrögðin enn sem komið er.Logi Pedro Stefánsson. Mynd: Magnús Leifsson.Er eitthvað spennandi á döfinni hjá Pedro Pilatus eða Retro Stefson? Já algjörlega. Ég gaf út fyrstu smáskífuna mina í nóvember síðastliðnum og hún lenti strax í topp 20 yfir bassamúsík á stærstu danstónlistarsíðu Breta, Juno Records. Svo er vonandi stutt í næstu smáskífu en ég hef verið í viðræðum við nokkur útgáfufyrirtæki. Ég er að fara að spila á Sónar næstu helgi og það verður í fyrsta skipti sem ég mun spila live síðan á Airwaves 2009. Retro Stefson er að túra frá lok mars fram í byrjun maí um alla Evrópu og ég stefni á að taka nokkur Pedro Pilatus dj sett eftir tónleikana á þeim túr. Það er nóg að gera. Mixið sem Logi gerði fyrir Ssense má finna hér. Pedro Pilatus á Facebook.
Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira