Leikkonan Robin Wright geislaði af hamingju á tískusýningu Jen Kao á tískuvikunni í New York um helgina. Hún sat á fremsta bekk með kærasta sínum, leikaranum Ben Foster.
Robin var algjörlega ómáluð, sem er óvanalegt þegar um stjörnur ræðir á tískuvikum, en leið greinilega afskaplega vel í félagsskap Bens.
Fylgjast með sitthvoru lúkkinu.Robin skildi við stórleikarann Sean Penn í júlí árið 2010 og hefur verið að dúllast með Ben síðan í febrúar á síðasta ári.