Málar fyrir gott málefni Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. febrúar 2013 09:30 Það muna eflaust margir eftir því þegar Selfossmærin Erna Kristín Stefánsdóttir lét raka af sér allt hárið og safnaði þannig peningum fyrir SOS barnaþorpin. Erna lætur ekki þar við sitja heldur safnar nú í annað sinn fyrir sama málefni með því að mála myndir og selja.Hvað ert þú búin að vera að bralla síðan þú rakaðir af þér hárið í vor? Ég er búin að vera í námi hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og stefni á nám í myndlist í Listaháskólanum í framhaldi af því. Ég er líka búin að vera að fikra mig áfram með myndavélina og hef verið að taka að mér ýmis verkefni tengd ljósmyndum. Ég er einmitt að vinna í skemmtilegu verkefni núna og hef fengið til liðs við mig landsþekkta tónlistarmenn, Unnstein úr Retro Stefson, Bassa úr Kiryama Family, Pétur Ben og fleiri. Það er hægt að fylgjast með þessu öllu saman á facebooksíðunni minni, Stín ART.Stencil mynd af Rolling Stones á striga eftir Ernu.Hvernig kviknaði hugmyndin að þessari söfnun? Hún kom út frá svokölluðum stencil myndum sem ég hef verið að gera til þess að borga skólagjöldin, geta keypt striga, málningu og fleira. Myndirnar urðu svo ótrúlega vinsælar að ég hugsaði með mér að ég yrði nú ekki lengi að ná upp í góða upphæð til að styrkja SOS barnaþorpin aftur.Myndir af Marilyn Monroe eru vinsælar.Hvaða myndir eru vinsælastar og hvað kosta þær? Myndir sem ég mála af hinum ýmsu átrúnaðargoðum eru vinsælastar, Bítlarnir, Marilyn Monroe, Audrey Hepburn, Rolling Stones, Jimi Hendrix og fleiri. Fólk hefur líka verið að biðja mig um að teikna tilteknar Hollywoodstjörnur og jafnvel fjölskyldumyndir. Verðið á myndunum er misjafnt en t.d. kostar 60 x 80 mynd af Marilyn Monroe 15 þúsund krónur og af því renna 5 þúsund til SOS.Ernu Kristínu Stefánsdóttur finnst mikilvægt að láta gott af sér leiða.Það virðist vera að þú látir mikið af þínum peningum renna til þessa málefnis. Langar þig ekkert í nýja skó eða utanlandsferð? Jú, auðvitað. En mér finnst börnin bara þurfa meira á peningunum að halda en ég, svona upphæðir muna öllu fyrir þau. Mér finnst nauðsynlegt að vekja fólk til umhugsunar. Ég er búin að frétta af sex stelpum sem rökuðu af sér hárið fyrir gott málefni eftir að ég gerði það í fyrra og er alveg í skýjunum yfir því. Þeir sem vilja kaupa fallegar stencil myndir af Ernu og styrkja í leiðinni gott málefni geta gert það hér.Erna segist hafa frétt af amk 6 stelpum sem hafa rakað af sér hárið fyrir gott málefni eftir að hún gerði það í fyrra.Eitt verka Ernu. Fyrirsætan er Unnsteinn Manúel úr Retro Stefson. Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Glatkistunni lokað Menning Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Það muna eflaust margir eftir því þegar Selfossmærin Erna Kristín Stefánsdóttir lét raka af sér allt hárið og safnaði þannig peningum fyrir SOS barnaþorpin. Erna lætur ekki þar við sitja heldur safnar nú í annað sinn fyrir sama málefni með því að mála myndir og selja.Hvað ert þú búin að vera að bralla síðan þú rakaðir af þér hárið í vor? Ég er búin að vera í námi hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og stefni á nám í myndlist í Listaháskólanum í framhaldi af því. Ég er líka búin að vera að fikra mig áfram með myndavélina og hef verið að taka að mér ýmis verkefni tengd ljósmyndum. Ég er einmitt að vinna í skemmtilegu verkefni núna og hef fengið til liðs við mig landsþekkta tónlistarmenn, Unnstein úr Retro Stefson, Bassa úr Kiryama Family, Pétur Ben og fleiri. Það er hægt að fylgjast með þessu öllu saman á facebooksíðunni minni, Stín ART.Stencil mynd af Rolling Stones á striga eftir Ernu.Hvernig kviknaði hugmyndin að þessari söfnun? Hún kom út frá svokölluðum stencil myndum sem ég hef verið að gera til þess að borga skólagjöldin, geta keypt striga, málningu og fleira. Myndirnar urðu svo ótrúlega vinsælar að ég hugsaði með mér að ég yrði nú ekki lengi að ná upp í góða upphæð til að styrkja SOS barnaþorpin aftur.Myndir af Marilyn Monroe eru vinsælar.Hvaða myndir eru vinsælastar og hvað kosta þær? Myndir sem ég mála af hinum ýmsu átrúnaðargoðum eru vinsælastar, Bítlarnir, Marilyn Monroe, Audrey Hepburn, Rolling Stones, Jimi Hendrix og fleiri. Fólk hefur líka verið að biðja mig um að teikna tilteknar Hollywoodstjörnur og jafnvel fjölskyldumyndir. Verðið á myndunum er misjafnt en t.d. kostar 60 x 80 mynd af Marilyn Monroe 15 þúsund krónur og af því renna 5 þúsund til SOS.Ernu Kristínu Stefánsdóttur finnst mikilvægt að láta gott af sér leiða.Það virðist vera að þú látir mikið af þínum peningum renna til þessa málefnis. Langar þig ekkert í nýja skó eða utanlandsferð? Jú, auðvitað. En mér finnst börnin bara þurfa meira á peningunum að halda en ég, svona upphæðir muna öllu fyrir þau. Mér finnst nauðsynlegt að vekja fólk til umhugsunar. Ég er búin að frétta af sex stelpum sem rökuðu af sér hárið fyrir gott málefni eftir að ég gerði það í fyrra og er alveg í skýjunum yfir því. Þeir sem vilja kaupa fallegar stencil myndir af Ernu og styrkja í leiðinni gott málefni geta gert það hér.Erna segist hafa frétt af amk 6 stelpum sem hafa rakað af sér hárið fyrir gott málefni eftir að hún gerði það í fyrra.Eitt verka Ernu. Fyrirsætan er Unnsteinn Manúel úr Retro Stefson.
Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Glatkistunni lokað Menning Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira