Málar fyrir gott málefni Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. febrúar 2013 09:30 Það muna eflaust margir eftir því þegar Selfossmærin Erna Kristín Stefánsdóttir lét raka af sér allt hárið og safnaði þannig peningum fyrir SOS barnaþorpin. Erna lætur ekki þar við sitja heldur safnar nú í annað sinn fyrir sama málefni með því að mála myndir og selja.Hvað ert þú búin að vera að bralla síðan þú rakaðir af þér hárið í vor? Ég er búin að vera í námi hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og stefni á nám í myndlist í Listaháskólanum í framhaldi af því. Ég er líka búin að vera að fikra mig áfram með myndavélina og hef verið að taka að mér ýmis verkefni tengd ljósmyndum. Ég er einmitt að vinna í skemmtilegu verkefni núna og hef fengið til liðs við mig landsþekkta tónlistarmenn, Unnstein úr Retro Stefson, Bassa úr Kiryama Family, Pétur Ben og fleiri. Það er hægt að fylgjast með þessu öllu saman á facebooksíðunni minni, Stín ART.Stencil mynd af Rolling Stones á striga eftir Ernu.Hvernig kviknaði hugmyndin að þessari söfnun? Hún kom út frá svokölluðum stencil myndum sem ég hef verið að gera til þess að borga skólagjöldin, geta keypt striga, málningu og fleira. Myndirnar urðu svo ótrúlega vinsælar að ég hugsaði með mér að ég yrði nú ekki lengi að ná upp í góða upphæð til að styrkja SOS barnaþorpin aftur.Myndir af Marilyn Monroe eru vinsælar.Hvaða myndir eru vinsælastar og hvað kosta þær? Myndir sem ég mála af hinum ýmsu átrúnaðargoðum eru vinsælastar, Bítlarnir, Marilyn Monroe, Audrey Hepburn, Rolling Stones, Jimi Hendrix og fleiri. Fólk hefur líka verið að biðja mig um að teikna tilteknar Hollywoodstjörnur og jafnvel fjölskyldumyndir. Verðið á myndunum er misjafnt en t.d. kostar 60 x 80 mynd af Marilyn Monroe 15 þúsund krónur og af því renna 5 þúsund til SOS.Ernu Kristínu Stefánsdóttur finnst mikilvægt að láta gott af sér leiða.Það virðist vera að þú látir mikið af þínum peningum renna til þessa málefnis. Langar þig ekkert í nýja skó eða utanlandsferð? Jú, auðvitað. En mér finnst börnin bara þurfa meira á peningunum að halda en ég, svona upphæðir muna öllu fyrir þau. Mér finnst nauðsynlegt að vekja fólk til umhugsunar. Ég er búin að frétta af sex stelpum sem rökuðu af sér hárið fyrir gott málefni eftir að ég gerði það í fyrra og er alveg í skýjunum yfir því. Þeir sem vilja kaupa fallegar stencil myndir af Ernu og styrkja í leiðinni gott málefni geta gert það hér.Erna segist hafa frétt af amk 6 stelpum sem hafa rakað af sér hárið fyrir gott málefni eftir að hún gerði það í fyrra.Eitt verka Ernu. Fyrirsætan er Unnsteinn Manúel úr Retro Stefson. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Það muna eflaust margir eftir því þegar Selfossmærin Erna Kristín Stefánsdóttir lét raka af sér allt hárið og safnaði þannig peningum fyrir SOS barnaþorpin. Erna lætur ekki þar við sitja heldur safnar nú í annað sinn fyrir sama málefni með því að mála myndir og selja.Hvað ert þú búin að vera að bralla síðan þú rakaðir af þér hárið í vor? Ég er búin að vera í námi hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og stefni á nám í myndlist í Listaháskólanum í framhaldi af því. Ég er líka búin að vera að fikra mig áfram með myndavélina og hef verið að taka að mér ýmis verkefni tengd ljósmyndum. Ég er einmitt að vinna í skemmtilegu verkefni núna og hef fengið til liðs við mig landsþekkta tónlistarmenn, Unnstein úr Retro Stefson, Bassa úr Kiryama Family, Pétur Ben og fleiri. Það er hægt að fylgjast með þessu öllu saman á facebooksíðunni minni, Stín ART.Stencil mynd af Rolling Stones á striga eftir Ernu.Hvernig kviknaði hugmyndin að þessari söfnun? Hún kom út frá svokölluðum stencil myndum sem ég hef verið að gera til þess að borga skólagjöldin, geta keypt striga, málningu og fleira. Myndirnar urðu svo ótrúlega vinsælar að ég hugsaði með mér að ég yrði nú ekki lengi að ná upp í góða upphæð til að styrkja SOS barnaþorpin aftur.Myndir af Marilyn Monroe eru vinsælar.Hvaða myndir eru vinsælastar og hvað kosta þær? Myndir sem ég mála af hinum ýmsu átrúnaðargoðum eru vinsælastar, Bítlarnir, Marilyn Monroe, Audrey Hepburn, Rolling Stones, Jimi Hendrix og fleiri. Fólk hefur líka verið að biðja mig um að teikna tilteknar Hollywoodstjörnur og jafnvel fjölskyldumyndir. Verðið á myndunum er misjafnt en t.d. kostar 60 x 80 mynd af Marilyn Monroe 15 þúsund krónur og af því renna 5 þúsund til SOS.Ernu Kristínu Stefánsdóttur finnst mikilvægt að láta gott af sér leiða.Það virðist vera að þú látir mikið af þínum peningum renna til þessa málefnis. Langar þig ekkert í nýja skó eða utanlandsferð? Jú, auðvitað. En mér finnst börnin bara þurfa meira á peningunum að halda en ég, svona upphæðir muna öllu fyrir þau. Mér finnst nauðsynlegt að vekja fólk til umhugsunar. Ég er búin að frétta af sex stelpum sem rökuðu af sér hárið fyrir gott málefni eftir að ég gerði það í fyrra og er alveg í skýjunum yfir því. Þeir sem vilja kaupa fallegar stencil myndir af Ernu og styrkja í leiðinni gott málefni geta gert það hér.Erna segist hafa frétt af amk 6 stelpum sem hafa rakað af sér hárið fyrir gott málefni eftir að hún gerði það í fyrra.Eitt verka Ernu. Fyrirsætan er Unnsteinn Manúel úr Retro Stefson.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið