Horfir frekar til fortíðar en framtíðar Íris Hauksdóttir skrifar 13. febrúar 2013 11:56 Mikil spenna hefur ríkt í búðum fatahönnunarnema en í síðustu viku lagði hópur fyrsta árs nema við Listaháskóla Íslands í pílagrímsferð sína til Parísar. Þar aðstoða þau virta hönnuði fyrir hina frægu tískuviku sem haldin er nú í febrúar. Ferðin sem er fastur liður í náminu snýst um að veita nemendum þjálfun í að sinna hinum ýmsustu verkefnum sem tengjast tískusýningum auk þess að starfa í framandi og breytilegu umhverfi. Nú hefur nemendum verið úthlutað hönnuðum en spenna ríkti meðal nemenda um úthlutanir á eftirsóttum plássum.Fær að vinna fyrir Soniu Rykiel Átta nemendur lögðu í víking í ár og mikil samkeppni um að fá sem vinsælasta hönnuðinn. Ein þeirra sem hlotið hefur hvað eftirsóttasta plássið er Elsa Vestmann Kjartansdóttir en hún aðstoðar nú Soniu Rykiel, sem kaupglaðir Íslendingar ættu að þekkja, því hún hannaði meðal annars fyrir tískuvöruverslunina H&M. Elsa er að vonum mjög spennt. "Ég hef aldrei verið svona lengi að heiman, en við búum öll saman í pínulítilli íbúð og höfum það gaman. Ég er ekki í neinum vafa um að það verður eitt allsherjar ævintýri. Við náum öll svo vel saman og erum samrýndur hópur. Þetta er svo sannarlega skemmtilegt þó vinnan sé mikil og lítið um frítíma. Ég á þó von á að álagið rjátli aðeins af okkur þegar tískuvikunni lýkur og við náum smá tíma saman til að anda og lifa smá. Upplifa París."Fyrirsæturnar ekki í fýlu Aðspurð segist Elsa ótrúlega sátt við að vinna með Soniu. „Hún var bara einmitt sú sem ég óskaði mér mest að lenda hjá. Við eigum það nefnilega sameiginlegt að vera báðar kvenlegar í hönnun okkar og hafa húmor fyrir hönnuninni sem mér finnst mikilvægt. Mikill léttleiki ræður líka ríkjum í sýningum hennar og fyrirsæturnar brosa og eru glaðar ólíkt svo mörgum öðrum sem virðast alltaf vera í fýlu. Það finnst mér mikilvægt mottó."Óraunverulegt ævintýri „Það er samt svo óraunverulegt að þetta sé í alvöru að gerast. Litlir fyrsta árs nemar frá litla Íslandi að taka þátt í þessum stóra viðburði sem tískuvikan er. Mér finnst það alveg ótrúlegt að þetta sé raunverulegt," segir Elsa og bætir því við að þau verði úti í sex vikur en fram að þessu hafi tíminn hljómað svo fjarlægur, þangað til nú. „Sjálf vil ég að vísu alltaf horfa frekar til fortíðar en framtíðar og það skín svolítið í gegnum stílinn minn sem fatahönnuður." Það á þó varla við í tilfelli tískuvikunnar því nú mega krakkarnir hafa sig alla við, tískuvikan er óðum að hefjast og nóg að gera. „Þetta er bara svo æðislega gaman allt saman. Svo er Sonia líka sjálf svo mikið París, þetta getur ekki nema gengið vel," segir þessi glaðlega stúlka að lokum. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Mikil spenna hefur ríkt í búðum fatahönnunarnema en í síðustu viku lagði hópur fyrsta árs nema við Listaháskóla Íslands í pílagrímsferð sína til Parísar. Þar aðstoða þau virta hönnuði fyrir hina frægu tískuviku sem haldin er nú í febrúar. Ferðin sem er fastur liður í náminu snýst um að veita nemendum þjálfun í að sinna hinum ýmsustu verkefnum sem tengjast tískusýningum auk þess að starfa í framandi og breytilegu umhverfi. Nú hefur nemendum verið úthlutað hönnuðum en spenna ríkti meðal nemenda um úthlutanir á eftirsóttum plássum.Fær að vinna fyrir Soniu Rykiel Átta nemendur lögðu í víking í ár og mikil samkeppni um að fá sem vinsælasta hönnuðinn. Ein þeirra sem hlotið hefur hvað eftirsóttasta plássið er Elsa Vestmann Kjartansdóttir en hún aðstoðar nú Soniu Rykiel, sem kaupglaðir Íslendingar ættu að þekkja, því hún hannaði meðal annars fyrir tískuvöruverslunina H&M. Elsa er að vonum mjög spennt. "Ég hef aldrei verið svona lengi að heiman, en við búum öll saman í pínulítilli íbúð og höfum það gaman. Ég er ekki í neinum vafa um að það verður eitt allsherjar ævintýri. Við náum öll svo vel saman og erum samrýndur hópur. Þetta er svo sannarlega skemmtilegt þó vinnan sé mikil og lítið um frítíma. Ég á þó von á að álagið rjátli aðeins af okkur þegar tískuvikunni lýkur og við náum smá tíma saman til að anda og lifa smá. Upplifa París."Fyrirsæturnar ekki í fýlu Aðspurð segist Elsa ótrúlega sátt við að vinna með Soniu. „Hún var bara einmitt sú sem ég óskaði mér mest að lenda hjá. Við eigum það nefnilega sameiginlegt að vera báðar kvenlegar í hönnun okkar og hafa húmor fyrir hönnuninni sem mér finnst mikilvægt. Mikill léttleiki ræður líka ríkjum í sýningum hennar og fyrirsæturnar brosa og eru glaðar ólíkt svo mörgum öðrum sem virðast alltaf vera í fýlu. Það finnst mér mikilvægt mottó."Óraunverulegt ævintýri „Það er samt svo óraunverulegt að þetta sé í alvöru að gerast. Litlir fyrsta árs nemar frá litla Íslandi að taka þátt í þessum stóra viðburði sem tískuvikan er. Mér finnst það alveg ótrúlegt að þetta sé raunverulegt," segir Elsa og bætir því við að þau verði úti í sex vikur en fram að þessu hafi tíminn hljómað svo fjarlægur, þangað til nú. „Sjálf vil ég að vísu alltaf horfa frekar til fortíðar en framtíðar og það skín svolítið í gegnum stílinn minn sem fatahönnuður." Það á þó varla við í tilfelli tískuvikunnar því nú mega krakkarnir hafa sig alla við, tískuvikan er óðum að hefjast og nóg að gera. „Þetta er bara svo æðislega gaman allt saman. Svo er Sonia líka sjálf svo mikið París, þetta getur ekki nema gengið vel," segir þessi glaðlega stúlka að lokum.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið