Hnappurinn staki og eplið sem reis - Arfleifð Steve Jobs Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. febrúar 2013 21:31 Það er nokkuð ljóst að ævi og störf Steve Jobs heitins heilla marga. VÍB stóð fyrir sérstökum fræðslufundi um þennan einstaka hugsjónamann í höfuðstöðvum sínum á Kirkjusandi í dag. Fundurinn var þéttskipaður fólki á öllum aldri, allt frá menntskælingum til aldraðra tækniáhugamanna. Haraldur Gunnarsson, viðskiptastjóri í fagfjárfestastýringu VÍB, flutti stutt og hnitmiðað erindi um Jobs. Þar var stiklað á stóru, enda var af nógu að taka. Ævisöguleg atriði, sem flestir þekkja, verða ekki rakin hér. Það er hins vegar vert að vekja athygli á afrekum mannsins. Það er deginum ljósarar að Jobs og fyrirtæki hans, Apple, byltu neytendavenjum um allan heim. Haraldur hóf erindi sitt á því að biðja fundargesti afsökunar, sem var með öllu viðeigandi, enda var glærukynningin keyrð í PowerPoint, margmiðlunarforriti Microsoft. Jobs fyrirleit þetta víðfræga en jafnframt flókna forrit. Í hatri Jobs kristallast í raun barátta hans fyrir notendavænni tækni, þar sem áhersla er lögð á einingu fagurfræðilegra og verkfræðilegra áherslna.Steve JobsMYND/AFPInnanhússarkitekt einn í Palo Alto í Kaliforníu þekkir þessa þráhyggju Jobs af eigin raun. Árið 1997 var Jobs ráðinn í stöðu forstjóra tímabundið. Útlegð Jobs frá Apple hafði þá varað í ellefu ár. Miklar breytingar fylgdu í kjölfarið á endurkomu Jobs. Heildarendurskiplagning á framleiðsluháttum fyrirtækisins var boðuð. Þáverandi stjórnarmenn göptu af undrun þegar Jobs skar vöruframboðið niður um 70 prósent - hann rak síðan flesta stjórnarmenn stuttu seinna. Á næstu árum átti hagur Apple eftir að vænka verulega. Árið 2000m, í miðri netbólu, var Jobs boðinn kaupréttur upp á 872 milljónir Bandaríkjadala (árslaun hans voru þá einn dollari, eins og frægt er orðið). Jobs þáði það en krafðist þess um leið að fá einkaþotu, sem hann og fékk. Umræddur innhússarkitekt kemur þar inn í myndina. Hann var beðinn um að innrétta einkaþotuna. Það reyndist vera hin mesta þrautarganga. Viðgerðirnar stóðu yfir í rúmt ár og Jobs fylgdist náið með ferlinu. En það sem endanlega gekk fram af arkitektinum var beiðni Jobs um að einfalda stjórntæki vélarinnar. Það beinlínis misbauð Jobs að tveir hnappar væru notaðar til stjórnar hurðinni, einn til að opna og annar til að loka. Einn hnappur gat sinnt báðum verkum að mati Jobs. Þessi mikla naumhyggja Jobs - sem vafalaust á rætur að rekja til Búddisma - einkenndi nær allt sem hann tók sér fyrir hendur. Einfaldur rekstur, gallabuxur og svartur rúllukragi, eitt tæki sem allt getur, einn hnappur. Það var á endanum þessi einfaldleiki sem bjargaði Apple frá gjaldþroti. Þegar Jobs kom aftur til stafa hjá Apple árið 1997 var áætlaður líftími fyrirtækisins 90 dagar. Og lausn Jobs var þessi: skerum niður vöruframboðið, einblínum á einstaklingsmarkaðinn og atvinnumarkaðinn, hættum að selja þessa blessuðu prentara frá Hewlet-Packard og opnum okkar eigin búðir. Svar stjórnarmanna var einfalt: „Ertu brjálaður?"Hlutabréfaverð Apple 2001 til 2008.MYND/VÍBOg Apple reis úr öskustónni. Fyrirtækið er í dag eitt verðmætasta vörumerki veraldar, stærri en ExxonMobil, IBM og Microsoft. Allt er þetta að þakka vörum sem ætlað er að einfalda líf fólks. „Ég er núna með þúsund lög í vasanum," sagði Jobs þegar hann kynnti iPod-tónhlöðuna og vefverslunina iTunes til leiks árið 2001. Þá var hlutabréfaverð Apple um og yfir 10 Bandaríkjadollurum. Þegar iPhone-snjallsíminn kom á markað árið 2007 var gengið 83 dollarar. Þegar iPad-spjaldtölvan kom á markað þremur árum seinna var hlutabréfaverðið um 300 dollarar.Hlutabréfaverð Apple 2008 til 2013.MYND/VÍBJobs lést síðan 5. október árið 2011. Banameinið var krabbamein í brisi. Gengið var 400 dollarar. Síðan þá hefur það hækkað gríðarlega og náði toppi sínum í september á síðasta ári: 700 dollarar. En þar með er ekki öll sagan sögð. Lausafjárstaða Apple er án fordæma eða rúmlega 140 þúsund milljarðar dollara. Þetta þýðir að Apple getur, í sömu andrá, keypt Facebook og heildar gullforða Kína, og átt eftir ráðstöfunarfé sem nemur rúmlega 20 þúsund milljörðum.Laust fé Apple.MYND/VÍBEnn ótrúlegri eru sölutekjur Apple. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs námu sölutekjur af iPad-spjaldtölvunni rúmlega 11 milljörðum Bandaríkjadala. Verg landsframleiðsla Íslands nemur um 12 milljörðum dala. Sölutekjur Apple af iPhone-snjallsímanum á sama tímabili námu 31 milljarði dala. iPhone-snjallsíminn er raunverulegt gullegg Apple. Þegar litið er á tekjuskiptingu Apple á síðasta ári kemur í ljós að sala á iPhone nemur 52 prósentum af tekjum Apple. Næst á eftir kemur iPad-spjaldtölvan með 20 prósent.Tekjuskipting Apple árið 2012.MYND/VÍBÓtrúlegar vinsældir iPhone-snjallsímans eru um leið það sem veldur áhyggjum meðal fjárfesta. Ef vinsældir iPhone dala er nokkuð ljóst að Apple þarf að gangast undir heildar endurskipulagningu á rekstri sínum. Eins og fram hefur komið er þessi skýring unnin upp úr fræðslufundi VÍB sem fram fór í dag. Hægt er að nálgast fundinn í heild sinni á vef VÍB. Þann 27 febrúar verður fjallað um ofurfjárfestinn Warren Buffett, stjórnanda Birkshire Hathaway. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Það er nokkuð ljóst að ævi og störf Steve Jobs heitins heilla marga. VÍB stóð fyrir sérstökum fræðslufundi um þennan einstaka hugsjónamann í höfuðstöðvum sínum á Kirkjusandi í dag. Fundurinn var þéttskipaður fólki á öllum aldri, allt frá menntskælingum til aldraðra tækniáhugamanna. Haraldur Gunnarsson, viðskiptastjóri í fagfjárfestastýringu VÍB, flutti stutt og hnitmiðað erindi um Jobs. Þar var stiklað á stóru, enda var af nógu að taka. Ævisöguleg atriði, sem flestir þekkja, verða ekki rakin hér. Það er hins vegar vert að vekja athygli á afrekum mannsins. Það er deginum ljósarar að Jobs og fyrirtæki hans, Apple, byltu neytendavenjum um allan heim. Haraldur hóf erindi sitt á því að biðja fundargesti afsökunar, sem var með öllu viðeigandi, enda var glærukynningin keyrð í PowerPoint, margmiðlunarforriti Microsoft. Jobs fyrirleit þetta víðfræga en jafnframt flókna forrit. Í hatri Jobs kristallast í raun barátta hans fyrir notendavænni tækni, þar sem áhersla er lögð á einingu fagurfræðilegra og verkfræðilegra áherslna.Steve JobsMYND/AFPInnanhússarkitekt einn í Palo Alto í Kaliforníu þekkir þessa þráhyggju Jobs af eigin raun. Árið 1997 var Jobs ráðinn í stöðu forstjóra tímabundið. Útlegð Jobs frá Apple hafði þá varað í ellefu ár. Miklar breytingar fylgdu í kjölfarið á endurkomu Jobs. Heildarendurskiplagning á framleiðsluháttum fyrirtækisins var boðuð. Þáverandi stjórnarmenn göptu af undrun þegar Jobs skar vöruframboðið niður um 70 prósent - hann rak síðan flesta stjórnarmenn stuttu seinna. Á næstu árum átti hagur Apple eftir að vænka verulega. Árið 2000m, í miðri netbólu, var Jobs boðinn kaupréttur upp á 872 milljónir Bandaríkjadala (árslaun hans voru þá einn dollari, eins og frægt er orðið). Jobs þáði það en krafðist þess um leið að fá einkaþotu, sem hann og fékk. Umræddur innhússarkitekt kemur þar inn í myndina. Hann var beðinn um að innrétta einkaþotuna. Það reyndist vera hin mesta þrautarganga. Viðgerðirnar stóðu yfir í rúmt ár og Jobs fylgdist náið með ferlinu. En það sem endanlega gekk fram af arkitektinum var beiðni Jobs um að einfalda stjórntæki vélarinnar. Það beinlínis misbauð Jobs að tveir hnappar væru notaðar til stjórnar hurðinni, einn til að opna og annar til að loka. Einn hnappur gat sinnt báðum verkum að mati Jobs. Þessi mikla naumhyggja Jobs - sem vafalaust á rætur að rekja til Búddisma - einkenndi nær allt sem hann tók sér fyrir hendur. Einfaldur rekstur, gallabuxur og svartur rúllukragi, eitt tæki sem allt getur, einn hnappur. Það var á endanum þessi einfaldleiki sem bjargaði Apple frá gjaldþroti. Þegar Jobs kom aftur til stafa hjá Apple árið 1997 var áætlaður líftími fyrirtækisins 90 dagar. Og lausn Jobs var þessi: skerum niður vöruframboðið, einblínum á einstaklingsmarkaðinn og atvinnumarkaðinn, hættum að selja þessa blessuðu prentara frá Hewlet-Packard og opnum okkar eigin búðir. Svar stjórnarmanna var einfalt: „Ertu brjálaður?"Hlutabréfaverð Apple 2001 til 2008.MYND/VÍBOg Apple reis úr öskustónni. Fyrirtækið er í dag eitt verðmætasta vörumerki veraldar, stærri en ExxonMobil, IBM og Microsoft. Allt er þetta að þakka vörum sem ætlað er að einfalda líf fólks. „Ég er núna með þúsund lög í vasanum," sagði Jobs þegar hann kynnti iPod-tónhlöðuna og vefverslunina iTunes til leiks árið 2001. Þá var hlutabréfaverð Apple um og yfir 10 Bandaríkjadollurum. Þegar iPhone-snjallsíminn kom á markað árið 2007 var gengið 83 dollarar. Þegar iPad-spjaldtölvan kom á markað þremur árum seinna var hlutabréfaverðið um 300 dollarar.Hlutabréfaverð Apple 2008 til 2013.MYND/VÍBJobs lést síðan 5. október árið 2011. Banameinið var krabbamein í brisi. Gengið var 400 dollarar. Síðan þá hefur það hækkað gríðarlega og náði toppi sínum í september á síðasta ári: 700 dollarar. En þar með er ekki öll sagan sögð. Lausafjárstaða Apple er án fordæma eða rúmlega 140 þúsund milljarðar dollara. Þetta þýðir að Apple getur, í sömu andrá, keypt Facebook og heildar gullforða Kína, og átt eftir ráðstöfunarfé sem nemur rúmlega 20 þúsund milljörðum.Laust fé Apple.MYND/VÍBEnn ótrúlegri eru sölutekjur Apple. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs námu sölutekjur af iPad-spjaldtölvunni rúmlega 11 milljörðum Bandaríkjadala. Verg landsframleiðsla Íslands nemur um 12 milljörðum dala. Sölutekjur Apple af iPhone-snjallsímanum á sama tímabili námu 31 milljarði dala. iPhone-snjallsíminn er raunverulegt gullegg Apple. Þegar litið er á tekjuskiptingu Apple á síðasta ári kemur í ljós að sala á iPhone nemur 52 prósentum af tekjum Apple. Næst á eftir kemur iPad-spjaldtölvan með 20 prósent.Tekjuskipting Apple árið 2012.MYND/VÍBÓtrúlegar vinsældir iPhone-snjallsímans eru um leið það sem veldur áhyggjum meðal fjárfesta. Ef vinsældir iPhone dala er nokkuð ljóst að Apple þarf að gangast undir heildar endurskipulagningu á rekstri sínum. Eins og fram hefur komið er þessi skýring unnin upp úr fræðslufundi VÍB sem fram fór í dag. Hægt er að nálgast fundinn í heild sinni á vef VÍB. Þann 27 febrúar verður fjallað um ofurfjárfestinn Warren Buffett, stjórnanda Birkshire Hathaway.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira