Það er sjónvarpskokkurinn og danshöfundurinn Yemsmine Olssen sem prýðir forsíðu þessa afmæliseintaks en Yesmine á afar fjölbreyttan og flottan feril að baki.
Hún segir Ísland henta sér vel þar sem Íslendingar láti hlutina gerast hratt og vel og að hér sé mikið um hæfileikaríkt fólk sem hún hefur unun af því að vinna með.
"Ég er mjög þakklát fyrir það að hafa getað unnið skapandi störf því það að skapa er minn orkugjafi, hvort sem það er dans, matur eða tónlist. Ég tel að það að geta gert fleira en eitt í einu virki vel hér á landi, þar sem margir listamenn og fólk í skemmtanageiranum er í fleiru en einu starfi til að ná inn þokkalegum heildartekjum. En einmitt núna er maturinn mér efst í huga því það er nóg að gera."


Ný barna og unglingasaga hefur göngu sína í dag en einnig má finna efni tengt heilsu, mat og lífstíl í blaðinu.