Sjúklingar í gluggalausum kompum og á öllum göngum spítalans Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2013 15:49 Anna Gunnarsdóttir, formaður Læknaráðs LSH, segir stjórnvöld hafa gengið allt of langt í niðurskurði til heilbrigðiskerfisins. „Það sem við eigum við er að það er búið að ganga svo nærri Landspítalanum að við upplifum að það sé að verða ekkert eftir hérna," segir Anna Gunnarsdóttir barnaskurðlæknir og formaður Læknaráðs LSH um áskorun sem fjölmennur fundur ráðsins sendi stjórnvöldum um að „hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalafullan hátt". „Þetta er örvæntingarfull ósk okkar um að heilbrigðiskerfið verði sett í forgang," segir Anna, en að hennar sögn er ástandið búið að vera sérstaklega erfitt undanfarið þar sem mikið hefur verið um inflúensur og sýkingar. „Við erum búin að þurfa að hola niður sjúklingum í gluggalausum kompum og á göngum alls staðar um spítalann." Anna segir stjórnvöld hafa gengið allt of langt í niðurskurði til heilbrigðiskerfisins og segir að Læknaráðið auglýsi eftir úrræðum til að takast á við þennan mikla vanda.Líka skorið niður á uppgangstímum „Það er búið að skera niður um næstum 25 prósent og fækka starfsfólki heilmikið. Einnig hefur orðið mikil fækkun á sjúkrarúmum. Það var líka verið að skera niður hér á uppgangstímum þannig að niðursveiflan lendir ansi hart á okkur." Anna var einn af frummælendum fundsins, auk Pálma V. Jónssonar öldrunarlæknis, en Anna segir mál aldraðra innan heilbrigðiskerfisins gríðarlega stórt. „Öldruðum fjölgar á Íslandi og það er virkilega jákvæð þróun. Hins vegar þurfum við að vera tilbúin að taka á móti þeim. Það vantar bæði hjúkrunarpláss og sjúkrarými, en aldraðir verða enn meira veikir en þeir yngri." Anna segir lækna þurfa að láta vita þegar gengið er of nærri starfseminni þannig að ekki náist að sinna öllum. Engir aðrir berjist fyrir sjúklinga og því hljóti læknar að vera talsmenn þeirra. „Það eru kosningar í nánd og það er sorglegt að lesa í blöðunum stór viðtöl við formenn flokkana en hvergi er minnst á heilbrigðismál, sem samt eru stærsti útgjaldaliður ríkisins." Tengdar fréttir Læknar á Landspítalanum harðorðir: "Hættið að taka Landspítalann af lífi“ "Fjölmennur fundur lækna Landspítalans skorar á stjórnvöld að hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalarfullan hátt," segir í stuttri en kjarnyrtri ályktun sem læknar sendu frá sér í dag. Ályktunin er ekki lengri, en hún var samþykkt á almennum læknaráðsfundi á föstudaginn. 19. febrúar 2013 14:17 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
„Það sem við eigum við er að það er búið að ganga svo nærri Landspítalanum að við upplifum að það sé að verða ekkert eftir hérna," segir Anna Gunnarsdóttir barnaskurðlæknir og formaður Læknaráðs LSH um áskorun sem fjölmennur fundur ráðsins sendi stjórnvöldum um að „hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalafullan hátt". „Þetta er örvæntingarfull ósk okkar um að heilbrigðiskerfið verði sett í forgang," segir Anna, en að hennar sögn er ástandið búið að vera sérstaklega erfitt undanfarið þar sem mikið hefur verið um inflúensur og sýkingar. „Við erum búin að þurfa að hola niður sjúklingum í gluggalausum kompum og á göngum alls staðar um spítalann." Anna segir stjórnvöld hafa gengið allt of langt í niðurskurði til heilbrigðiskerfisins og segir að Læknaráðið auglýsi eftir úrræðum til að takast á við þennan mikla vanda.Líka skorið niður á uppgangstímum „Það er búið að skera niður um næstum 25 prósent og fækka starfsfólki heilmikið. Einnig hefur orðið mikil fækkun á sjúkrarúmum. Það var líka verið að skera niður hér á uppgangstímum þannig að niðursveiflan lendir ansi hart á okkur." Anna var einn af frummælendum fundsins, auk Pálma V. Jónssonar öldrunarlæknis, en Anna segir mál aldraðra innan heilbrigðiskerfisins gríðarlega stórt. „Öldruðum fjölgar á Íslandi og það er virkilega jákvæð þróun. Hins vegar þurfum við að vera tilbúin að taka á móti þeim. Það vantar bæði hjúkrunarpláss og sjúkrarými, en aldraðir verða enn meira veikir en þeir yngri." Anna segir lækna þurfa að láta vita þegar gengið er of nærri starfseminni þannig að ekki náist að sinna öllum. Engir aðrir berjist fyrir sjúklinga og því hljóti læknar að vera talsmenn þeirra. „Það eru kosningar í nánd og það er sorglegt að lesa í blöðunum stór viðtöl við formenn flokkana en hvergi er minnst á heilbrigðismál, sem samt eru stærsti útgjaldaliður ríkisins."
Tengdar fréttir Læknar á Landspítalanum harðorðir: "Hættið að taka Landspítalann af lífi“ "Fjölmennur fundur lækna Landspítalans skorar á stjórnvöld að hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalarfullan hátt," segir í stuttri en kjarnyrtri ályktun sem læknar sendu frá sér í dag. Ályktunin er ekki lengri, en hún var samþykkt á almennum læknaráðsfundi á föstudaginn. 19. febrúar 2013 14:17 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Læknar á Landspítalanum harðorðir: "Hættið að taka Landspítalann af lífi“ "Fjölmennur fundur lækna Landspítalans skorar á stjórnvöld að hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalarfullan hátt," segir í stuttri en kjarnyrtri ályktun sem læknar sendu frá sér í dag. Ályktunin er ekki lengri, en hún var samþykkt á almennum læknaráðsfundi á föstudaginn. 19. febrúar 2013 14:17