Lífið

Tjáir sig ekki um kynlífið

Playboy-kóngurinn Hugh Hefner kvæntist glamúrfyrirsætunni Crystal Harris á gamlársdag í Playboy-höllinni. Hjónabandið gengur vel þó það sé ekki mikill hasar í svefnherberginu.

Í nýju viðtali vill Crystal ekki tjá sig um kynlíf þeirra hjóna en segir þau tvö vera mjög náin.

Innileg.
"Hef er eldri núna og hann er búinn að eiga svo margar kærustur að nú erum við frekar í því að kúra, horfa á bíómyndir og spila kotru. Við spilum líka Uno við hinar stelpurnar," segir Crystal.

Sextíu ára aldursmunur, takk fyrir!
Sextíu ára aldursmunur er á parinu en Crystal er 26 ára og Hugh 86 ára. Crystal er þriðja eiginkona kóngsins.

"Mér finnst meira öryggi í því að vera með Hef. Ég er sú rétta fyrir hann," segir hún.

Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.