Poppstjarnan Britney Spears fer sko ekki í felur þó að hún sé nýhætt með unnusta sínum Jason Trawick. Hún spókaði sig um í Los Angeles um helgina í afar efnislitlum kjól.
Aðeins vika er síðan Britney og Jason tilkynntu að þau hefðu slitið trúlofun sinni en þau höfðu verið saman í þrjú ár.
Minnstu mátti muna að brjóstin poppuðu upp úr kjólnum."Jason og ég höfum ákveðið að slíta trúlofun okkar. Ég mun alltaf dýrka hann og við ætlum að halda áfram að vera góðir vinir," sagði Britney í opinberri yfirlýsingu.