Lífið

Borgaði fjórar milljónir fyrir soninn

MYNDIR / COVER MEDIA
Elton John er ein ríkasta stjarna Bretlands en hann eignaðist nýverið soninn Elijah með sambýlismanni sínum David Furnish. Parið nýtti sér þjónustu staðgöngumóður og borguðu þeir tuttugu þúsund pund fyrir aðstoðina, rúmar fjórar milljónir króna.

Notuðust þeir við sömu staðgöngumóður og fæddi fyrsta son þeirra, Zachary.

Flottir pabbar.
Elton og David borguðu henni rúm sautján þúsund pund fyrir Zachary, rúmar þrjár og hálfa milljón króna. Ef þeir vilja þriðja barnið með sömu staðgöngumóður mun það kosta þá rúmlega 21 þúsund pund, tæplega fjórar og hálfa milljón króna.

Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.