Lífið

Sjónvarpsstjarna fékk gat á hausinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barbara Walters er ein af þekktustu sjónvarpsstjörnum í heiminum.
Barbara Walters er ein af þekktustu sjónvarpsstjörnum í heiminum.
Sjónvarpskonan heimsfræga, Barbara Walters, var lögð inn á spítala í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, um helgina. Ástæðan er sú að hún datt og fékk skurð á höfuð við breska sendiherrabústaðinn þar í borg.

Jeffrey Schneider, aðstoðarforstjóri hjá ABC fréttastöðinni, sagði í samtali við Reuters að Walters hafi dottið um koll í gær þegar hún ætlaði að vera viðstödd atburð í sendiráðinu.

Barbara Walters er 83 ára gömul og því þótti ráðlegt að hafa hana undir eftirliti á spítalanum alla helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.