Poppstjarnan Rihanna þénar á tá og fingri og er alls ekki nísk ef marka má sögu úr grínklúbbinum Laugh Factory í Hollywood.
Rihanna skellti sér á klúbbinn fyrir helgi með vinum sínum og horfði á uppistand með leikaranum Dane Cook.
Gjafmild Rihanna í magabol.Vinahópurinn drakk áfengi fyrir rúmlega tíu þúsund krónur en þegar þjónninn kom með reikninginn í lok kvölds spurði Rihanna hann hvað væri mesta þjórfé sem hann hefði fengið. "100 dollarar," svaraði þjónninn, sem eru tæplega þrettán þúsund krónur. Þá gaf Rihanna honum 120 dollara í þjórfé, rúmlega fimmtán þúsund krónur, og sagði: "Nú er þetta mesta þjórfé sem þú hefur fengið."
Mikið hefur verið talað um að Christ Brown og Rihanna séu byrjuð saman aftur.Skemmst er frá því að segja að þjónninn blótaði því í sand og ösku að hafa ekki gefið upp hærri tölu.