Lífið

Vill losna við brjóstapúðana

MYNDIR / COVER MEDIA
Glamúrfyrirsætan Chantelle Houghton hefur eytt mestum tíma sínum nýverið með dóttur sinni Dolly sem er aðeins nokkurra mánaða. Hún eignaðist hana með fyrrverandi kærasta sínum Alex Reid sem var eitt sinn kvæntur öðru glamúrmódeli – nefnilega Katie Price.

Chantelle setti sér nýársheiti og ætlar að láta fjarlægja púða úr brjóstum sínum en hún er í stærð 32F.

Í kósífötum.
Chantelle lét setja í brjóstin árið 2007 eftir að hún skildi við fyrrverandi eiginmann sinn Samuel Preston. Áður var hún í 32B en aðeins átján mánuðum eftir stækkunina vildi hún losna við fyllinguna.

"Þau eru bara of stór. Nú langar mig að fela þau. Ég hélt að ég vildi fara í þessa stærð og ég elskaði brjóstin eftir aðgerðina en núna vildi ég að ég hefði aldrei látið stækka þau," lét Chantelle hafa eftir sér í viðtali árið 2009.

Í sundfötum.
Hún ætlar að tala við ráðgjafa í næsta mánuði um aðgerðina þar sem púðarnir verða fjarlægðir.

Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.