Hasarmyndahetjan Jean-Claude Van Damme er búin að spreða sex milljónum dollara, rúmlega 770 milljónir króna í stórglæsilegt hús. Húsið er staðsett í Marina Del Ray í Kaliforníu.
Glæsihýsið er búið sex svefnherbergjum og átta baðherbergjum. Í húsinu er líka lyfta, bar, bókasafn, billiardherbergi, líkamsrækt, kvikmyndasalur og átta eldstæði.
Sýnir magann.Rúsínan í pylsuendanum er svo svæðið á þakinu sem er stórkostlegt.