Lykilatriði að spila í þægilegum fötum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. janúar 2013 09:30 Krakkarnir hljómsveitinni Bloodgroup hafa í nógu að snúast þessa dagana. Þriðja plata þeirra Tracing Echoes kemur út 4. febrúar og að því tilefni verður hlustunarpartý á hárgreiðslustofunni Sjoppunni í kvöld kl 21. Þar verður mikið stuð og allir velkomnir. Í mars verða tvennir útgáfutónleikar og í apríl heldur sveitin svo í langt tónleikaferðalag um Evrópu. Það vakti athygli lífsins hvað Sunna Margrét, söngkona hljómsveitarinnar er alltaf flott á sviði. Við heyrðum stuttlega í henni og spjölluðum um fataval sem og það sem framundan er.Sunna Margrét. Mynd: Sigríður Ella Frímannsdóttir.Hvernig velur þú föt til að klæðast á tónleikum? Mér finnst lang mikilvægast að vera í einhverju sem mér finnst þægilegt. Ég hreyfi mig mikið á sviðinu og verð að geta gert það hömlulaust. Það er alveg óþolandi þegar það eru t.d. einhverjir hlýrar að detta og ekki hægt að standa í því. Ég er oftast bara í mínum eigin fötum, en hef þó lagt mikið upp úr að vera í íslenski hönnun þegar við spilum á Airwaves. Árið 2010 var ég í fötum frá Kalda og Shadow Creatures og árið 2011 var ég í samfesting frá ÝR. Í fyrra sérhannaði svo Sif Baldursdóttir á mig flík sem var einhverskonar ermalaus slá með hettu. Ég var alveg rosalega ánægð með þetta dress og notaði það aftur þegar við spiluðum í Dans dans dans um daginn.Sunna syngur í flík eftir Sif Baldursdóttur í Dans dans dans.Nú ert þú eina stelpan í hljómsveitinni. Spá strákarnir eitthvað í þessu? Já algjörlega. Við værum mjög til í að fara í samstarf með einhverjum töff hönnuði sem gæti hannað á okkur öll. Hallur á reyndar mjög flottan vintage lúðrasveitarjakka sem hann hefur verið að spila í og ég átti svipaðan. Við spiluðum nokkur gigg í þeim en það var hægara sagt en gert að hreyfa sig í þessu. Kom engu að síður mjög vel út en það er algjört lykilatriði í mínum huga að vera í þægilegum fötum sem mér líður vel í, sérstaklega þegar maður spilar svona oft. Þetta er bara alveg eins og þú myndir ekki nenna að vera í vinnunni í óþægilegum skóm.Hljómsveitin Bloodgroup. Mynd: Sigríður Ella Frímannsdóttir.Segðu okkur aðeins frá því sem framundan er hjá Bloodgroup? Næstu mánuðir verða þétt skipaðir. Platan okkar er að koma út um allan heim, en við vorum að gera samning við útgáfufyrirtæki í Bandaríkjunum sem heitir Sugarcane Recordings. Einnig vorum við að gera samning við bresk – íslensku umboðsskrifstofuna Projekta. Næstu tónleikar sem við spilum á verða svo Sónar í febrúar sem við erum mjög spennt fyrir. Svo eru það útgáfutónleikarnir sem verða bæði í Reykjavík og á Akureyri. Evróputúrinn í apríl og fullt af tónleikum. Svo hvet ég bara sem flesta til að koma í hlustunarpartýið í Sjoppunni í kvöld, Thule býður upp á veitingar og plötusnúðurinn Benni B-ruff mun halda uppi stuðinu þegar við höfum rennt plötunni nokkrum sinnum í gegn.Mynd: Sigríður Ella Frímannsdóttir.Myndin sem prýðir plötuumslag Tracing Echoes. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Krakkarnir hljómsveitinni Bloodgroup hafa í nógu að snúast þessa dagana. Þriðja plata þeirra Tracing Echoes kemur út 4. febrúar og að því tilefni verður hlustunarpartý á hárgreiðslustofunni Sjoppunni í kvöld kl 21. Þar verður mikið stuð og allir velkomnir. Í mars verða tvennir útgáfutónleikar og í apríl heldur sveitin svo í langt tónleikaferðalag um Evrópu. Það vakti athygli lífsins hvað Sunna Margrét, söngkona hljómsveitarinnar er alltaf flott á sviði. Við heyrðum stuttlega í henni og spjölluðum um fataval sem og það sem framundan er.Sunna Margrét. Mynd: Sigríður Ella Frímannsdóttir.Hvernig velur þú föt til að klæðast á tónleikum? Mér finnst lang mikilvægast að vera í einhverju sem mér finnst þægilegt. Ég hreyfi mig mikið á sviðinu og verð að geta gert það hömlulaust. Það er alveg óþolandi þegar það eru t.d. einhverjir hlýrar að detta og ekki hægt að standa í því. Ég er oftast bara í mínum eigin fötum, en hef þó lagt mikið upp úr að vera í íslenski hönnun þegar við spilum á Airwaves. Árið 2010 var ég í fötum frá Kalda og Shadow Creatures og árið 2011 var ég í samfesting frá ÝR. Í fyrra sérhannaði svo Sif Baldursdóttir á mig flík sem var einhverskonar ermalaus slá með hettu. Ég var alveg rosalega ánægð með þetta dress og notaði það aftur þegar við spiluðum í Dans dans dans um daginn.Sunna syngur í flík eftir Sif Baldursdóttur í Dans dans dans.Nú ert þú eina stelpan í hljómsveitinni. Spá strákarnir eitthvað í þessu? Já algjörlega. Við værum mjög til í að fara í samstarf með einhverjum töff hönnuði sem gæti hannað á okkur öll. Hallur á reyndar mjög flottan vintage lúðrasveitarjakka sem hann hefur verið að spila í og ég átti svipaðan. Við spiluðum nokkur gigg í þeim en það var hægara sagt en gert að hreyfa sig í þessu. Kom engu að síður mjög vel út en það er algjört lykilatriði í mínum huga að vera í þægilegum fötum sem mér líður vel í, sérstaklega þegar maður spilar svona oft. Þetta er bara alveg eins og þú myndir ekki nenna að vera í vinnunni í óþægilegum skóm.Hljómsveitin Bloodgroup. Mynd: Sigríður Ella Frímannsdóttir.Segðu okkur aðeins frá því sem framundan er hjá Bloodgroup? Næstu mánuðir verða þétt skipaðir. Platan okkar er að koma út um allan heim, en við vorum að gera samning við útgáfufyrirtæki í Bandaríkjunum sem heitir Sugarcane Recordings. Einnig vorum við að gera samning við bresk – íslensku umboðsskrifstofuna Projekta. Næstu tónleikar sem við spilum á verða svo Sónar í febrúar sem við erum mjög spennt fyrir. Svo eru það útgáfutónleikarnir sem verða bæði í Reykjavík og á Akureyri. Evróputúrinn í apríl og fullt af tónleikum. Svo hvet ég bara sem flesta til að koma í hlustunarpartýið í Sjoppunni í kvöld, Thule býður upp á veitingar og plötusnúðurinn Benni B-ruff mun halda uppi stuðinu þegar við höfum rennt plötunni nokkrum sinnum í gegn.Mynd: Sigríður Ella Frímannsdóttir.Myndin sem prýðir plötuumslag Tracing Echoes.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira