Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 17-22 | Undanúrslit FÍ deildarbikarsins Guðmundur Marinó Ingvarsson í Strandgötu skrifar 26. janúar 2013 13:30 Magnús Erlendsson. Mynd/Steán Fram var fyrsta liðið til að sigra Hauka á tímabilinu þegar liðið vann leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins í dag í Strandgötu 22-17. Frábær varnarleikur lagði grunninn að sigri Fram. Fyrri hálfleikur var rislítill en hann var jafn og spennandi. Jafnt var í hálfleik 10-10. Fram byrjaði seinni hálfleik mun betur og náði fjögurra marka forystu 16-12. Þá skoraði Fram ekki í 11 mínútur en Haukur náðu samt ekki að jafna metin. Eftir að Fram skoraði aftur keyrði liðið yfir slaka Hauka og vann Fram sanngjarnan sigur. Elías Már Halldórsson og Freyr Brynjarsson fengu báðir beint rautt spjald á síðustu mínútunni og ljóst að Haukar áttu ákaflega erfitt með að kyngja fyrsta tapi vertrarins. Einar: Erfitt að spila við okkur þegar menn eru heilirMynd/Vilhelm„Við vorum mjög góðir í seinni hálfleik. Sóknin var betri þá," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram en engu að síður lék Fram 11 mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem liðið náði ekki að skora. „Ég var að velta fyrir mér að taka leikhlé og ég var líka að rótera á þessum tímapunkti og svo komu menn með ferskar lappir inn í lokin þannig að það er alltaf spurning hvenær maður á að rótera og hvenær ekki og kannski hittum við á rétta tímapunktinn en jú við skoruðum ekki í einhvern tíma en á móti kom þá hélt vörnin og markvarslan var góð. „Þetta var heilt yfir góður leikur enda vorum við að spila við frábært lið Hauka. Það þarf að spila frábærlega til að sigra þá. „Við erum með ótrúlega marga heila og það er fínn stígandi í þessu. Menn hafa stundað þetta vel og lagt mikið á sig. Við erum með gott lið, ég held að það viti það allir og þetta er spurning hvort þetta smelli og það er erfitt að spila við okkur þegar við erum með meirihluta mannskapsins heilan. Ég tala nú ekki þegar við spilum eins og í dag," sagði Einar Aron: Vorum þungirMynd/Vilhelm„Menn verða að halda haus og kunna að tapa það er mjög mikilvægt. Við vorum þungir og ég fann það á fyrstu æfingunni minni á fimmtudaginn að menn væru þungir eftir erfiða törn og menn hafa æft gríðarlega vel líkamlega," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Við gerðum svolítið af mistökum varnarlega sem á ekki að sjást hjá okkur. Sóknarlega vorum við staðir og við tökum vitlausar ákvarðanir í seinni hálfleik. Framarar voru einfaldlega betri í dag. Svo er óþolandi að menn séu að fá rauð spjöld á síðustu leikmínútunum. „Við vorum lélegir sóknarlega og erum komnir skammt á veg. Sigurbergur og Elías voru rétt tilbúnir fyrir leikinn og við þurfum að spila á þeim til að koma þeim inn í fyrsta leik í deildinni," sagði Aron. Olís-deild karla Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Fram var fyrsta liðið til að sigra Hauka á tímabilinu þegar liðið vann leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins í dag í Strandgötu 22-17. Frábær varnarleikur lagði grunninn að sigri Fram. Fyrri hálfleikur var rislítill en hann var jafn og spennandi. Jafnt var í hálfleik 10-10. Fram byrjaði seinni hálfleik mun betur og náði fjögurra marka forystu 16-12. Þá skoraði Fram ekki í 11 mínútur en Haukur náðu samt ekki að jafna metin. Eftir að Fram skoraði aftur keyrði liðið yfir slaka Hauka og vann Fram sanngjarnan sigur. Elías Már Halldórsson og Freyr Brynjarsson fengu báðir beint rautt spjald á síðustu mínútunni og ljóst að Haukar áttu ákaflega erfitt með að kyngja fyrsta tapi vertrarins. Einar: Erfitt að spila við okkur þegar menn eru heilirMynd/Vilhelm„Við vorum mjög góðir í seinni hálfleik. Sóknin var betri þá," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram en engu að síður lék Fram 11 mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem liðið náði ekki að skora. „Ég var að velta fyrir mér að taka leikhlé og ég var líka að rótera á þessum tímapunkti og svo komu menn með ferskar lappir inn í lokin þannig að það er alltaf spurning hvenær maður á að rótera og hvenær ekki og kannski hittum við á rétta tímapunktinn en jú við skoruðum ekki í einhvern tíma en á móti kom þá hélt vörnin og markvarslan var góð. „Þetta var heilt yfir góður leikur enda vorum við að spila við frábært lið Hauka. Það þarf að spila frábærlega til að sigra þá. „Við erum með ótrúlega marga heila og það er fínn stígandi í þessu. Menn hafa stundað þetta vel og lagt mikið á sig. Við erum með gott lið, ég held að það viti það allir og þetta er spurning hvort þetta smelli og það er erfitt að spila við okkur þegar við erum með meirihluta mannskapsins heilan. Ég tala nú ekki þegar við spilum eins og í dag," sagði Einar Aron: Vorum þungirMynd/Vilhelm„Menn verða að halda haus og kunna að tapa það er mjög mikilvægt. Við vorum þungir og ég fann það á fyrstu æfingunni minni á fimmtudaginn að menn væru þungir eftir erfiða törn og menn hafa æft gríðarlega vel líkamlega," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Við gerðum svolítið af mistökum varnarlega sem á ekki að sjást hjá okkur. Sóknarlega vorum við staðir og við tökum vitlausar ákvarðanir í seinni hálfleik. Framarar voru einfaldlega betri í dag. Svo er óþolandi að menn séu að fá rauð spjöld á síðustu leikmínútunum. „Við vorum lélegir sóknarlega og erum komnir skammt á veg. Sigurbergur og Elías voru rétt tilbúnir fyrir leikinn og við þurfum að spila á þeim til að koma þeim inn í fyrsta leik í deildinni," sagði Aron.
Olís-deild karla Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira