Innlent

Sækja í frítt uppihald á Íslandi

Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir Ísland aðlaðandi áfangastað fyrir fólk sem ætli að vinna ólöglega. Þetta kemur fram í frétt á Ruv.is í kvöld.

115 umsóknir frá hælisleitendum höfðu borist Útlendingastofnun í lok nýliðins árs. Árið 2011 voru umsóknirnar 76 og 51 árið þar á undan. Um helmingsaukningu er að ræða á milli ára.

„Það getur verið dálítið aðlaðandi fyrir fólk sem að er ekki beinlínis hælisleitendur, sem ætla að vinna ólöglega eða koma í öðrum tilgangi, að koma til Íslands. Þetta getur verið fýsilegur kostur, að fá frítt fæði og húsnæði þegar málsmeðferðin er svona hrikalega löng," segir í viðtalinu á Ruv.is.

Þá segir Kristín ennfremur að vísbendingar séu fyrir hendi um að fólk leiti til Íslands sem ferðamenn þegar það er í raun í hælisleit.

„Þá er fólk bara að fara til útlanda og kynnast landi og þjóð og nýtir sér þá þjónustu sem hælisleitendum stendur til boða," segir Kristín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×