Lífið

Stressuð í stórmarkaði

Aðeins sex keppendur eru eftir í MasterChef-eldhúsinu, þau Gunnar Helgi, Hjalti Þór, Jenný, Mary Luz, Sigfús og Skarphéðinn. Einn áhugakokkur þarf að taka pokann sinn í MasterChef Ísland í kvöld á Stöð 2.

Í kvöld þurfa keppendur sem fyrr að spreyta sig á tveimur þrautum sem reyna á skipulagningu og kokkahæfileikana.

Áhugakokkarnir sex sem eftir eru. Einn af þeim verður fyrsti meistarakokkur Íslands.
Í fyrri þraut kvöldsins er keppendum skipt í tvö lið – rautt og blátt. Liðin þurfa að ljúka svokallaðri stórmarkaðsþraut sem tekur á taugarnar svo vægt sé til orða tekið.

Ekki er stressið minna í seinni þraut kvöldsins sem er álagsþraut. Sigurvegari hennar fær vegleg verðlaun.

Dómarar eru Ólafur Örn Rúnarsson, Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Eyþór Rúnarsson.
En því miður þarf einn keppandi frá að hverfa og er það í höndum dómnefndarinnar að reka einn heim í kvöld. Ákvörðun þeirra mun koma mörgum í opna skjöldu.

MasterChef Ísland á Facebook

MasterChef-eldhúsið er einstaklega glæsilegt.
Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.