Lífið

Baksviðs með Beyonce

MYNDIR / COVER MEDIA
Beyonce pósar fyrir ljósmyndarann Terry Richardson í nýjasta hefti tímaritsins GQ. Nú hefur Beyonce birt baksviðsmyndir úr tökunni sem eru ansi hreint skemmtilegar. Í viðtali við tímaritið talar hún meðal annars um starfsframa sinn.
Seiðandi.
"Ég vann svo mikið í barnæsku til að uppfylla takmark mitt: að geta gert það sem ég vildi þegar ég yrði þrítug. Ég hef náð því markmiði. Mér finnst ég mjög heppin að vera í þeirri stöðu. En ég hef fórnað mörgu,“ segir Beyonce.
Forsíðumyndin.
Beyonce á dótturina Blue Ivy sem varð eins árs þann 7. janúar. Stúlkuna á hún með tónlistarmanninum Jay-Z.
Hress.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.