Lífið

Ég er mamma núna!

MYNDIR / COVER MEDIA
Leikkonan Elizabeth Banks klæðist heiðgulum kjól á setti nýjustu myndar sinnar Walk of Shame sem tekin er upp í Los Angeles. Hún eignaðist sitt annað barn í nóvember og hefur lífið tekið stakkaskiptum. "Tvö er allt annað en eitt. Þegar maður á eitt barn getur maður skottast með það út um allt og gert allt sem maður þarf að gera,“ segir Elizabeth sem á synina Felix og Magnus með eiginmanni sínum Max Handelman.
Á setti.
"Maður fattar ekki hvað það er auðvelt að eiga eitt barn fyrr en maður eignast annað. Núna er ég orðin mamma í alvörunni. Ég er mamma núna! Þetta er alvöru – ég ber ábyrgð á tveimur manneskjum,“ bætir Elizabeth við.
Hjónakornin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.