Lífið

Leo hættur að leika

MYNDIR / COVER MEDIA
Hjartaknúsarinn Leonardo DiCaprio kom heimsbyggðinni allri á óvart á föstudaginn í viðtali við þýska dagblaðið Daily Bild. Leo er nefnilega hættur að leika - í bili. "Ég er orðinn svolítið þreyttur. Núna ætla ég að taka mér langa, langa pásu. Ég er búinn að leika í þremur myndum á tveimur árum og ég er búinn á því,“ segir Leonardo. Nýjasta mynd hans, Django Unchained er nú í kvikmyndahúsum og hefur hlotið mikið lof.
Leo í Django Unchained.
"Mig langar að bæta heiminn. Ég vil ferðast um heiminn og gera eitthvað gott fyrir umhverfið,“ bætir Leo við sem hefur ekki falið þá staðreynd síðustu ár að hann er afar grænn og vænn. Leo státar af glæstum leiklistarferli og styttir vonandi þessa pásu sína eitthvað.
Leonardo lék á móti Kate Winslet í Titanic.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.